Undirritaður hefur verið samningur milli ÍBV og VÍS þess efnis að VÍS mun sjá um að tryggja alla leikmenn meistaraflokks ÍBV og í leiðinni gerist VÍS styrktaraðili ÍBV. Samningurinn er til tveggja ára. Markmið VÍS er að leggja sitt af mörkum til að styðja íBV til góðra verka í efstu deild því þar á ÍBV heima og hvergi annarsstaðar.