Vona að Vestmannaeyingar taki álfinum hálfa vel og njóti
24. september, 2021
Jón Bjarki og Hlín með verðlaunagrip Skjaldborgar

„Það er virkilega gleðilegt að vera komin með myndina hingað á mínar heimaslóðir,“ segir Hlín Ólafsdóttir, framleiðandi heimildamyndarinnar Hálfur Álfur, sem sýnd verður í Eyjabíói næstkomandi sunnudag. Hlín og leikstjórinn Jón Bjarki Magnússon hafa verið í Vestmannaeyjum undanfarin misseri enda er hún fædd og uppalin hér í Eyjum. „Við höfum verið að taka á því á vertíð enda þarf einhvernveginn að borga upp allt þetta brölt sem kvikmyndagerðin hefur verið segir,“ segir Hlín og hlær við, en þau Jón Bjarki eru alla jafna búsett í Berlín.

Skjáskot úr myndinni

Hálfur Álfur er heimildamynd um afa og ömmu Jóns Bjarka, þau Trausta Breiðfjörð Magnússon, fyrrum vitavörð á Sauðanesi, og Huldu Jónsdóttur, bæði að nálgast hundrað árin. Jón Bjarki fylgdi þeim eftir með myndavélina síðustu árin svo úr varð hans fyrsta heimildamynd í fullri lengd, en þess má geta að Hlín semur tónlistina í verkinu. Myndin fjallar í stuttu máli um vitavörðinn Trausta sem tengist sínum innri álfi á meðan hann undirbýr hundrað ára afmælið eða eigin jarðarför, hvort sem kemur á undan. Á sama tíma hörfar Hulda inn í heim horfinna ljóða með aðstoð stækkunarglersins síns. Þegar hann brestur í söng skipar hún honum að hætta þessum öskrum.

Hálfur Álfur, sem hefur hlotið lofsamlega dóma gagnrýnenda, hlaut dómnefndarverðlaun Skjaldborgarhátíðar sem haldin var í Bíó Paradís síðastliðið haust og er tilnefnd til edduverðlauna sem besta heimildamyndin. Þá hefur hún verið sýnd á kvikmyndahátíðum víðsvegar um Evrópu.

Hlín og Jón Bjarki komu hingað til lands síðastliðið sumar með það að markmiði að sýna myndina á Skjaldborgarhátíðinni sem fara átti fram þá um verslunarmannahelgina. Skyndileg covid bylgja gerði það hinsvegar að verkum að hátíðinni var frestað um óákveðin tíma.

„Nú voru góð ráð dýr. Við vissum ekkert hvort eða hvenær yrði af sýningum,“ segir Hlín sem bætir við að foreldrar hennar, þau Stella Skaptadóttir og Ólafur Elísson, hafi í framhaldinu boðað þau á vertíð í Eyjum, að minnsta kosti á meðan þau væru að ráða ráðum sínum. Skjaldborgarhátíðin var loks haldin með pompi og prakt í Bíó Paradís í lok september, en önnur covid bylgja kom í veg fyrir að myndin færi í almennar sýningar. Þau Hlín og Jón Bjarki héldu því auðvitað aftur til Eyja til að bjarga verðmætum. Eftir ítrekaðar tilraunir fór myndin loks í almennar sýningar nú í vor og hefur verið tekið afar vel.

Skjáskot úr myndinni

„Óðurinn sem gömlu hjónin Trausti og Hulda syngja og kveða lífinu í Hálfur Álfur er svo einstakur að hann kemur við innsta kjarna hins sammannlega. Vekur trega og gleði á víxl í einföldu en um leið margræðu listaverki sem er eitthvað annað og miklu meira en heimildarmynd í nokkrum hefðbundnum skilningi,“ skrifaði gagnrýnandi Fréttablaðsins, Þórarinn Þórarinsson meðal annars um verkið í fjögurra störnu dómi.

Jón Bjarki vann myndina upphaflega sem meistaraverkefni í sjónrænni mannfræði við Freie Háskólann í Berlín, en sem fyrr segir þá sá Hlín um framleiðslu verksins ásamt Jóni auk þess sem hún semur tónlistina. Þau stefna aftur heim til Berlínar nú í haust glöð með að hafa loks náð að lenda verkinu en stefnan er tekin á sýningar á landsbyggðinni næstu vikurnar. „Það er einstaklega gaman að myndin komi í bíóhús hér í mínum heimabæ og ég vona að Vestmannaeyingar taki álfinum hálfa vel og njóti.“

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 5 Tbl EF
5. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.