World Class kemur til Eyja
Mynd: Heimaslóð.

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar þann 9. apríl síðastliðinn var farið yfir innsendar umsóknir vegna uppbyggingar og reksturs nýrrar heilsuræktar við íþróttamiðstöðina og þær metnar út frá fyrirfram ákveðnu matsblaði.

Niðurstaða matsins var sú að umsókn frá Laugum ehf/Í toppformi ehf (World Class) hlaut hærri einkunn en umsókn óstofnaðs hlutafélags Eyglóar Egilsdóttur, Garðars Heiðars Eyjólfssonar, Þrastar Jóns Sigurðssonar og Leifs Geirs Hafsteinssonar. Áður en endanleg ákvörðun var tekin óskaði bæjarráð eftir frekari greiningu á gögnum og leitaði lögfræðilegs álits um hæfni umsækjenda og leiddi niðurstaðan í ljós að Laugar ehf/í toppformi ehf var talin hæfari aðilinn.

Niðurstaða bæjarráðs er því að hefja formlegt samtal við Laugar ehf/Í toppformi ehf um næstu skref í verkefninu.

Þetta kom fram á vef Vestmannaeyjabæjar í dag.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.