Á undanförnum vikum og mánuðum hefur mér hlotnast sá heiður að fjöldi kjósenda í Suðurkjördæmi hafa komið að máli við mig og hvatt mig mjög eindregið til að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna komandi alþingiskosninga. Sérstaklega varð ég var við hvatningu þegar stuðningsmenn mínir létu Maskínu gera skoðunarkönnun þar sem niðurstöður voru meðal annars þær að 67,5% svarenda sögðust vera líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kjördæminu ef ég myndi leiða lista flokksins. Í framhaldi af þessum eindregna stuðningi hef ég íhugað stöðuna vandlega.
�?að er í senn mannbætandi, þroskandi og gefandi að hafa fundið fyrir því trausti sem mér hefur verið sýnt til þess að gegna þeirri stöðu sem ég geri í dag. Í rúmlega 10 ár hef ég lagt mig allan fram um að vinna Vestmannaeyjum gagn og ég tek alvarlega því umboði sem mér hefur verið fengið og er stoltur af árangrinum.
Flestum er ljóst að ákvörðun um flýta þingkosningum takmarkar verulega möguleika sveitarstjórnarmanna, sem annars hefðu ef til vill haft fullan hug, á framboði til þingkosninga. Í dag er kjörtímabil sveitastjórna rétt liðlega hálfnað og verkefnastaðan þétt. Meðal stærstu verkefna okkar í bæjarstjórn Vestmannaeyja er stækkun á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum, þróun þjónustuíbúða fyrir aldraða, bygging íbúða fyrir fatlaða, fasteignaþróun í miðbæ Vestmannaeyja, þróun háskólanáms, efling þekkingarstarfs, nýsmíði Vestmannaeyjaferju, innleiðing á nýju þjónustuneti fyrir barnafjölskyldur og margt fleira. �?essi verkefni skipta svo marga svo miklu og því mikilvægt að vel takist til.
Eftir að hafa vegið og metið stöðuna með mínu nánasta samstarfsfólki, fjölskyldu og stuðningsmönnum hef ég því tekið ákvörðun um að gefa ekki kost á mér til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi nú síðsumars heldur einbeita mér áfram að því að ljúka þeim verkefnum sem ég er ábyrgur fyrir í Vestmannaeyjum, þar sem hjartað slær. �?g ítreka að ég er afar þakklátur fyrir þann mikla stuðning og velvilja sem ég hef fundið fyrir.
�?g óska frambjóðendum alls hins besta og hvet Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi til að sameina krafta sína í þeim tilgangi að tryggja gott gengi í komandi kosningum.
Með vinarþeli
Elliði Vignisson
Bæjarstjóri í Vestmanneyjum