Opinberri yfirlýsingu um að gosinu í Eyjafjallajökli sé lokið verður frestað fram yfir helgi, samkvæmt ákvörðun, sem tekin var á samráðsfundi Almannavarna og visindamanna í gær. Enn mælist lítilsháttar órói í jöklinum og GPS mælingar sýna lítilsháttar yfirborðsbreytingar. Þá er yfirborð jökulsins víða óstöðugt vegna þykktar öskulags, en það skapar hættu á eðjuflóðum, eins og tvívegis hafa hlaupið fram til suðurs af jöklinum.