„Fiskurinn er þokkalegur en í honum er nokkur áta. Annars get ég varla lýst því hve notaleg tilfinning það er að hefja makrílvertíðina og sjá allt fara í gang eftir loðnubömmerinn!“ segir Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, á fyrsta vinnsludegi makríls og leynir hvergi kæti sinni.
Huginn VE-55 kom með fyrsta makrílfarminn til Vestmannaeyja snemma í morgun, um 220 tonn sem dregin voru úr sjó sunnan við Eyjar. Bræla gerði áhöfninni lífið leitt framan af eftir að haldið var úr höfn til veiða á föstudaginn var.
Loðnubresturinn var að sjálfsögðu skarð í gleðina samfélaginu í Vestmannaeyjum í vetur og þjóðfélaginu yfirleitt. Það tekur sig því eðlilega upp bros víða við upphaf makrílvertíðar.
Kap VE fór til veiða í dag og ætla má að skipið færi næsta farm að landi í Eyjum þegar þar að kemur.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.