…og fólk á faraldsfæti heim eftir fjörið.Vonandi gengur allt vel og að fólk sýni skynsemi undir stýri. Gærkvöldið var glæsilegt og ekki hægt að lýsa því með orðum að upplifa söng í brekkunni þar sem 15000 manna kór kyrjaði þjóðsönginn og Lífið er yndislegt. Johnsenin var bara nokkuð góður í gær þó hann gæti nú sleppt sumum lögunum sem hann býður uppá. Það er alltaf best að taka gömlu rútu og tjaldslagarana í brekkusöng,þeir ganga alltaf. Bubbi Morthens sem móðgaði mig og fleiri fyrir ári síðan,sýndi nú auðmýkt og gleði ,enda uppskar hann frábærar undirtektir frá gestum þjóðhátíðar.