Eftir sex ára hlé snýr íslenska indí hljómsveitin Youyou aftur með nýtt lag, Towns. Með þeim í þetta sinn er Biggi Nielsen, einn reyndasti trommari landsins og vel þekkt nafn í íslenskri tónlistarsenu.
Lagið á sér langa sögu og var bjargað úr lagasafni Youyou af Bigga Nielsen, sem lengi hefur starfað eftir mottóinu að klára lög áður en ný verða til. Towns er nú loksins komið í loftið og er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum.
Tónlist Youyou er afslöppuð og melódísk indítónlist, en í Towns bætist við skýr kántríáhrif. Þar koma við sögu Sigurgeir Sigmundsson (lap steel) og Friðrik G. Sturluson (bassi) úr hinni rómuðu íslensku kántrýhljómsveit Klaufum, sem gefur laginu hlýjan og lífrænan blæ.
Towns er rólegt, vel mótað lag sem sameinar ólíka strauma íslenskrar tónlistar á náttúrulegan hátt og markar kærkomna endurkomu Youyou eftir langt hlé, segir í tilkynningu.
Flytjendur:
Snorri Gunnarsson – söngur, gítar
Guðmundur Annas Árnason – söngur, píanó
Valur Freyr Einarsson – gítar
Kristinn Jón Arnarson – andleg leiðsögn
Biggi Nielsen – trommur
Sigurgeir Sigmundsson – lap steel
Friðrik G. Sturluson – bassiUpptaka: Valur Einarsson og Snorri Gunnarsson
Hljóðblöndun: Gísli Stefánsson



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst