„Auðvitað sakna ég margs sem ég gat gert meðan ég hafði löppina. Einu sinni gat ég laumast í fótbolta á hækjunum, en geri það ekki lengur.“ Þetta segir 18 ára Vestmanneyingur, Gunnar Karl Haraldsson, sem hefur orðið, en frá barnæsku hefur hann glímt við erfiðan taugasjúkdóm. Ferðir hans á sjúkrahús eru margar og aðgerðir á fótum, mjöðm og hrygg eru fleiri en hann hefur tölu á. Í janúarmánuði var vinstri fótur tekinn af við hné.