�??�?etta er dálítið dramatíserað en það er mjög grunnt þarna,�?? segir Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Vegagerðarinnar, í samtali við
mbl.is. Tilefnið er frétt
Eyjafrétta í morgun um að svo grunnt sé í Landeyjahöfn um þessar mundir að engar ferjur gætu komist þar inn og þar með talið fyrirhugaður nýr Herjólfur sem rætt væri um að smíða og Víkingur sem sinnt hefur farþegaflutningum á milli Eyja og lands.
Sigurður segir að ljóst sé að engin af ferjunum komist inn á höfnina ef það er fjara eins og staðan sé í dag. �?að sé rétt.