13 borholur í fyrsta áfanga
laxey_vidlagafjara_0424_ads_DJI_0131
Athafnasvæði Laxeyjar í Viðlagafjöru. Ljósmynd/aðsend.

Vinna við borholurnar í Viðlagafjöru heldur áfram. Tilgangur borholanna er að veita Laxey jarðsjó fyrir áframeldið. Það er fyrirtækið Árni ehf. sér um að bora holurnar fyrir Laxey, en samið var um verkið í fyrra.

https://eyjar.net/samid-um-sjoborun/

Fram kemur í frétt á heimasíðu Laxeyjar að undanfarnar vikur og mánuði hafi menn frá Árna verið í Viðlagafjöru bæði við undirbúning og við að bora holurnar. Borholurnar verða annars vegar 140 metra djúpar, þar sem sjór úr þeim verða notaðar til varmaskipta og hins vegar niður á 36 metra dýpi, en úr þeim holum verður sjór notaður í tankana. Borholurnar hafa 711 mm þvermál og er það með þeim breiðustu sem hafa verið boraðar í þessum tilgangi á landinu. Fyrirtækið er með einstaka borvél til verksins til að tryggja að verkið skili réttum árangri og á réttum tíma.

Árni ehf. notar RC bor og er hann eini sinni tegundar á landinu. RC stendur fyrir Reverse Circulation, sem á íslensku væri öfug hringrásar borun. Borin er tegund af höggbor sem notar þjappað loft til að skola efniskurði úr borholunni á öruggan og skilvirkan hátt. Það tekur Árna og hans teymi um 5 daga að bora 36 metra holurnar. Þar sem mesti tíminn fer í undirbúning og að sjóða saman hlutana sem mynda heildar-rörið sem fer í holuna. Fyrir 36 metra holurnar þarf 3 stálrör sem soðin eru saman, en hvert rör er 12 metrar á lengd.

https://eyjar.net/liklega-sa-allra-taeknilegasti/

Helsta ástæðan fyrir því að sjór er tekin úr borholum er sú að sjórinn hefur ekki verið í snertingu við aðrar sjávarlífverur og er jafnframt heitari. Hiti á sjó og vatni er einmitt einn af þeim lykilþáttum sem hafa áhrif á vöxt seiða og laxa. Áður en sjórinn er settur í tankana er hann hreinsaður til að tryggja bestu mögulegu vaxtarskilyrði fyrir laxinn en sjórinn er einnig hreinsaður áður en honum er skilað. Hreinn sjór í tankana og hreinn sjór úr tönkunum.

Gert er ráð fyrir að fyrir að í fyrsta áfanga þurfi 13 borholur, tvær sem hafa dýpi uppá 140 metra og 11 sem hafa 36 metra dýpi, segir ennfremur í fréttinni.

https://eyjar.net/laxey-6-milljardar-i-nytt-hlutafe/

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.