176 manns á Barbie um helgina

Stórmyndirnar tvær Barbie og Oppenheimer voru frumsýndar hér á landi fyrir helgi. Kvikmyndaparið þénaði 35,7 milljónir króna hérlendis á þremur dögum en alls nam miðasala tæpum 43 milljónum króna sl. helgi sem gerir hana að tekjuhæstu kvikmyndahelgi sögunnar hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndariðnaði.

Það hefur verið mikil eftirvænting fyrir myndunum tveimur en gerð þeirra kostaði yfir 100 milljónir bandaríkjadala hver. Á samfélagsmiðlum hefur verið mikil áskorun að horfa á myndirnar samdægurs og er þá talað um fyrirbærið „Barbenheimer”.

Eyjamönnum gefst möguleiki að fara á myndirnar í röð nk. sunnudag en Barbie verður sýnd klukkan þrjú og Oppenheimer sama dag klukkan sjö.

Um 240 manns í bíó um helgina

„Um helgina komu 176 manns á Barbie á tveimur sýningum sem er ansi gott. Færri komu á Oppenheimer eða aðeins 35,” segir Ingveldur Theodórsdóttir, frá Leikfélagi Vestmanneyja, en félagið sér um rekstur Eyjabíós. Þá voru 30 manns sem fóru á Mission: Impossible – Dead Reckoning með Tom Cruise.

„Það að fá um 240 manns í bíó um helgina er ansi gott hér í Eyjum. En það má segja að ef fólk vill hafa þessa þjónustu í Eyjum þá verður það að mæta. Við reynum að gera okkar besta og vonum að fólk sé ánægt með það” segir Ingveldur.

Þeir kvikmyndahúsagestir sem mættu bleikklæddir á Barbie fengu frítt popp og sleikjó og var miðasalan skreytt hátt og lágt.

Nýjustu fréttir

Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.