„20 tíma í hvorum túr að fá fullfermi”
Vestmannaey_bergur_24_IMG_4468
Vestmannaey við bryggju í Eyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Ísfisktogararnir  Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu fullfermi sl. laugardag í heimahöfn í Vestmannaeyjum.

Systurskipin lönduðu síðan aftur fullfermi í Eyjum í gær. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á Vestmannaey á vef Síldarvinnslunnar. Þar segir hann að það hefði verið hörkuveiði að undanförnu.

„Við lönduðum fullfermi á laugardag og aftur í gær og það gerði Bergur einnig. Í báðum túrum fiskuðum við á Síðugrunni og það gekk vel. Við vorum 20 tíma í hvorum túr að fá fullfermi. Versta var að það var snarvitlaust veður í seinni túrnum. Bergur byrjaði reyndar fyrri túinn sinn í Háfadýpinu en síðan var lokað þar og þá hélt hann á Síðugrunn. Þarna á Síðugrunni fékkst mjög góður fiskur, í fyrri túrnum var þetta mest þorskur en ýsa í þeim seinni. Ég geri ráð fyrir að við og Bergur höldum til veiða á ný á sunnudagsmorgun. Á austursvæðinu, þar sem við vorum, verður lokað annað kvöld en á sunnudagsmorgun verður opnað á Selvogsbankanum og þar er örugglega fullt af fiski,” sagði Birgir Þór.

Nýjustu fréttir

Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.