Miðaldra hjón misstu heimilið

Miðaldra hjón í Vestmannaeyjum fengu gistingu á vegum Rauða krossins í nótt eftir að miklar skemmdir urðu á húsi þeirra í bruna í gær. Að sögn Tryggva Ólafssonar lögreglufulltrúa var maðurinn uppi á lofti en konan ásamt gestkomandi konu inni í stofu þegar eldur gaus upp í steikarolíu í potti inni í eldhúsi á sjötta tímanum í gær.„Þau gerðu hið eina rétta; komu sér út og kölluðu á hjálp,” segir Tryggvi, sem kveður fólkinu hafa verið illa brugðið enda húsið orðið óíbúðarhæft. Hann segir eldinn að mestu hafa verið slökknaðan þegar slökkvilið bar að. Þrátt fyrir mikið tjón hefði getað farið enn verr.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.