Stórleikur í laugardalnum á Laugardag
21. september, 2007

Á morgun dregur verulega til tíðinda í baráttu ÍBV á toppi 1. deildar er liði leikur gegn Þrótti Reykjavík á Valbjarnarvelli í Laugardal. Þá gæti endanlega ráðist hvort um raunverulegan möguleika sé að ræða hjá liðinu að komast í Landsbankadeildina aftur.Strákarnir hafa verið að standa sig vel í undanförnum leikjum og unnu góðan sigur á Grindvíkingum, sem vermt hafa toppsætið í nær allt sumar. Það verður þó það skarð fyrir skyldi í liði ÍBV að þeir Atli Heimisson og Yngvi Borgþórsson verða í leikbanni. Möguleikar ÍBV felast nær eingöngu í sigri í leiknum og að Fjölnir tapi stigum á heimavelli gegn Þór frá Akureyri á sama tíma. Sendum við Þórsurum að sjálfsögðu baráttukveðjur.

Páll Þorvaldur Hjarðar mun leika sinn 100. leik með liði ÍBV á morgun og vonandi verður sá leikur eftirminnilegur fyrir jákvæðar sakir. Óskum við Páli innilega til hamingju með áfangann. Af þesssu tilefni birtum við mynd af kappanum í góðum félagsskap þeirra Jonah og Chris.

Eru allir stuðningsmenn ÍBV og allir sem vettlingi geta valdið, beðnir um að koma og styðja ÍBV á Valbjarnarvelli á morgun kl. 13:30 þar sem ÍBV mun einnig birtast í búningum sem ekki hafa sést áður. Sjón er sögu ríkari.

Áfram ÍBV !

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.