Á ferða- og upplýsingavefnum www.VisitWestmanIslands.com er að finna nýtt kynningarmynd um Vestmannaeyjar. Í myndbandinu er að finna viðtöl við erlenda ferðamenn sem komu til Vestmannaeyja í sumar og segja þeir frá því hvað þeim fannst markverðast að sjá í Vestmannaeyjum.
Það var Sighvatur Jónsson sem tók þessi viðtöl og klippti myndbandið en myndbrot eru frá Jóni Karli Helgasyni og Ernst Kettler. Undir myndefninu hljóma svo þjóðhátíðarlög.
Sighvatur Jónsson hefur verið búsettur undanfarin ár í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni en hann stundar þar nám við tölvunarfræði. Áður hafði Sighvatur klárað nám í Margmiðlunarhönnun.
Sighvatur á og rekur Sigva Margmiðlun (www.sigva.is) en það var í gegnum það fyrirtæki sem þetta verkefni var unnið fyrir 24seven ehf.
Nýja myndbandið má sjá hér
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.