Þessa uppskrift fengum við frá lesenda eyjar.net á netfangið eyjar@eyjar.net. Ef að þú hefur góða uppskrift sem þú vilt deila með öðrum endilega sendu hana á okkur og við birtum hana.
250 gr suðusúkkulaði saxað
4 egg aðskilin
150 gr smjör mjúkt
¼ bolli rjómi
45 gr sykur
Sósa:
1 dl rjómi
1 msk skyndikaffi
2 msk vatn
1 msk kakó
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hrærið eggjarauðunum saman við einni í einu, þá rjómanum. Hrærið smjörinu saman við smátt og smátt. Þeytið hvíturnar, bætið sykrinum saman við og stífþeytið. Blandið hvítunum varlega í súkkulaðihræruna. Skiptið hrærunni í skálar, kælið hægt er að laga músina með dags fyrirvara, en þá þarf að láta músina standa við stofuhita í ca 30 mín áður en hún er borin fram.
Sósan: leysið skyndikaffið upp í vatninu, þeytið rjómann örlítið upp með þeytara þannig að froða myndist. Blandið kaffinu saman við, hellið yfir músina rétt áður en borið er fram. Stráið kakói yfir ef vill.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.