Íbúar í Vestmannaeyjum hugsa til þess með hryllingi ef að íkveikjufaraldurinn sem kom upp í Vestmanneyjum um jólin í fyrra, endurtaki sig í ár. Í DV í dag kemur fram að alls séu þrettán íkveikjumál óupplýst sem komið hafa upp í Vestmannaeyjum á síðustu sjö árum, en upphaf íkveikjuhrinunnar megi rekja til elds í fiskvinnsluhúsi Ísfélagsins. Í desember á síðasta ári hafi þó fjögur slík tilfelli komið upp í Vestmannaeyjabæ, en enginn hafi enn verið handtekinn vegna þeirra.
Á miðvikudaginn í síðustu viku kom eldur upp í íbúð Aðalheiðar Sveinsdóttur Waage. Hún býr á fyrstu hæð í þriggja hæða fjölbýli. Kona, sem var íbúi á annarri hæð, hefur verið handtekin vegna málsins, grunuð um að hafa kveikt í húsinu. Í DV í dag er rætt við Aðalheiði vegna málsins, þar sem hún segir frá því hversu vel hún slapp frá atvikinu. T tímasetningin hafi varla mátt vera betri, en eldurinn kom upp klukkan fjögur að degi til. „Ég þakka guði fyrir að allir komust heilir út úr þessu sem var fyrir mestu,” segir Aðalheiður.
Í helgarblaði DV, sem kemur út á morgun, verður ítarlega farið yfir þær íkveikjur sem hafa komið upp í Vestmannaeyjum á síðustu sjö árum.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.