Spila alltaf í Þórsbol innan undir ÍBV búninginn.
2. nóvember, 2007

Í vetur munu vikulega birtast á vefsíðunni www.ibvfan.is leikmannakynning á leikmönnum ÍBV í handbolta. www.ibvfan.is og www.eyjar.net hafa gert með sér samkomulag að fylgja strákunum í handboltanum eftir í vetur og reyna fylgjast vel með því sem þeir eru að gera.

Nafn. 
Leifur Jóhannesson

Aldur.
22 vetra

Fæðingarstaður.
Eyjan fagra

Uppáhaldslitur.
Það mun vera Blár

Foreldrar.
Jóhannes Óskar Grettisson og Elín Laufey Leifsdóttir

Giftur/kærasta.
Laus við þau vandræði

Starf/Skóli.
Nemi við FÍV og fer í landanir af og til

Áhugamál.
Íþróttir, vinir og vandamenn

Hvenær byrjaðir þú að æfa handbolta.
Um 10 ára held ég

Staða á vellinum.
Hægra horn og hægri skytta

Uppáhalds matur.
Piparsteik með öllu tilheyrandi fer ofarlega á listann.

Uppáhalds Drykkur.
Vatn, Powerade, Coca Cola og auðvitað sá Gyllti

Besta bíómynd sem þú hefur séð.
Uuuuu…. The Boondock Saints er allavega í topp 5. Man ekki aðra í augnablikinu.

Eldarðu.
Ég held að það sé gott fyrir mig og aðra að halda mig frá pottunum.

Ertu liðtækur í eldhúsinu.
Neee það verður seint sagt

Uppáhalds lið í enskaboltanum.
Það mun vera Manchester United

Uppáhaldslið í evrópska handboltanum.
Gummersbach

Ef þú ættir 50.000.000 kr hvað mundir þú gera við þær.
Byrja á því að kaupa mér flottan bíl, flott hús og svo ábyggilega bara fjárfesta fyrir rest og lifa á
vöxtunum

Besti leikmaður sem þú hefur spilað með.
Margir góðir koma til greina t.d. Tite, Roland Eradze, Björgvin Hólmgeirsson, Davíð Georgsson og svo er nú alltaf gott að hafa Svavar Vignis með sér á línunni.

Hver er brandarakallin í liðinu.
Það eru margir sem reyna að vera fyndnir t.d. Óttar, Bragi en ég held að Kolli sé með vinninginn

Ef þú gætir komist í atvinnumannadeildina úti hvaða lið mundirðu vilja spila fyrir.
Það væri gaman að spila með Gummersbach útaf Alfreð Gísla, Guðjóni Val og Róberti Gunnars.

Besti leikmaður í Íslenskum Handbolta.
Mér hefur alltaf Augustas Strazdas sem spilar með HK mjög góður, Svo er ÍR-ingurinn Björgvin Hólmgeirs sem spilar með Stjörnunni mjög efnilegur leikmaður og á framtíðina fyrir sér í boltanum.
Lýstu þjálfaranum. Góður leikmaður á árum áður, frábær þjálfari sem hægt er að læra mikið af.

Ertu með einhverja hjátrú varðandi þegar þú ert að spila. Spila alltaf í Þórsbol innan undir ÍBV búninginn.

Fyndið atvik úr ferðum með handboltaliðinu. Það er margt skemmtilegt sem gerist í æfingaferðum. Ég var í æfingaferð með ÍR árið 2005 og skelltum okkur til Kanarí í janúar. Á síðustu æfingunni var háður fótboltaleikur á milli Eldri og yngri og þeir sem að töpuðu þurftu að fara á hommabar á Kanarí og syngja YMCA berir að ofan. Því miður töpuðu yngri (sem ég var í) og þurftum við að syngja YMCA fyrir framan eldri leikmennina, klæðskipting og nokkra homma. Ekki skemmtileg lífsreynsla! Allavega vorum við mjög fljótir að láta okkur hverfa af þessum pöbb.

 

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst