Kom með Herjólfi á laugardaginn. Það fyrsta sem blasti við mér er ég settist við borð var verðskrá yfir vín og bjór. Þetta er gífurlegt ábyrðarleysi þeirra aðila sem að þessu standa Þótt flestir farþegar sýni ábyrgð,er nóg að einn bílstjóri aki bíl sínum frá borði undir áhrifum. hann getur valdið ómældum hörmungum. Þrettán banaslys hafa orðið á árinu í umferðinni og margir hafa örkumlast Ábyrgin er fyrst og fremst ykkar sem taka þessa ákvörðun!
Herjólfur er okkar þjóðvegur og burt með áfengið af okkar þjóðvegi
Hulda Sig Vatnsdal
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst