VSV langtímafjárfesting

Guðrún Erlingsdóttir, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, segir við Morgunblaðið að bréf sjóðsins í Vinnslustöðinni (VSV) séu langtímafjárfesting og ekki standi til að selja þau. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær samþykkti stjórn sjóðsins að hafna tilboði Ísfélagsins og Kristins ehf. í bréfin.

„Samþykkt stjórnarinnar var einróma og átakalaus. Við tókum þá stefnu fyrr á árinu að selja ekki bréfin. Þetta er fjórða tilboðið sem við fáum í bréfin og það næstlægsta. Við höfum ekki breytt um stefnu og teljum vænlegast að eiga bréfin áfram,” segir Guðrún en áður hefur sjóðurinn hafnað tilboðum á genginu 8,5 og 8,0. Tilboð Ísfélagsins var upp á 7,90 en alls á sjóðurinn 5,3% í VSV.

Nýjustu fréttir

Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar
Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu
Stórleikur í Eyjum – toppslagur ÍBV og Vals
Prófkjör framundan hjá sjálfstæðismönnum í Eyjum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.