Á dögunum festi undirritaður ásamt Ellerti Scheving kaup á vefnum Eyjar.net. Vefur sem lengi hefur verið til, en ekki verið mjög lifandi undanfarið. Það er stefnan að breyta því!
Eitt er víst að af nægu er að taka hér í Eyjum. Mikið líf er í bænum um þessar mundir, nýjir veitingastaðir og gistiheimili spretta upp eins og gorkúlur og ferðamönnum fjölgar dag frá degi. Nýtt gosminjasafn hefur verið opnað og nýtt skip fer brátt að bætast í flota okkar. Þá má ekki gleyma blómlegu íþróttalífi okkar.
Þessi nýji vefur verður einnig til að rýna til gagns. Það er hverju samfélagi mikilvægt að gott aðhald sé til staðar, sérstaklega fyrir þá sem um stjórntauma halda. Það von okkar að sem flestir tjái sig á vefnum. Hjá okkur verða fastapennar auk þess sem að hvíslið er nýr og skemmtilegur liður. Þá er liður hér á síðunni sem nefnist ,,Meistaradeildin“ og þangað komast aðilar sem hafa eitthvað skemmtilegt fram að færa.
Er það von mín að hægt verði að halda úti þessum vef, Eyjamönnum nær og fjær til gagns og gamans. Þá er rétt að geta þess að ekki verða eingöngu fréttir og efni frá Eyjum, ef að við sjáum eða fáum eitthvað athyglisvert og/eða skemmtilegt annarstaðar frá munum við að sjálfsögðu koma til með að birta það.
Ef þú, kæri lesandi telur þig hafa eitthvað fram að færa, ekki hika við að hafa samband.
Tryggvi Már Sæmundsson
Ritstjóri




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.