Ég man nú ekki hvar ég rakst á það um daginn en ég las það einhverstaðar um daginn að það ætti að vera jafn sjálfsagt hjá okkur mannfólkinu að fara að heimsækja góðann vin og biðja um faðmlag alveg eins og við biðjum um kaffibolla. Hæ- áttu kaffi? Hæ- áttu faðmlag?
Í þessari sömu klausu þá var einnig talað um það að á slæmum dögum ættum við heldur ekki að hika við að tala við fólk sem við treystum og þykir vænt um og segja Hæ- viltu segja eitthvað fallegt við mig? Suma daga höfum við þörf fyrir kaffi, suma daga höfum við þörf fyrir faðmlag og suma daga þurfum við á því að halda að heyra eitthvað gott um okkur sjálf.
Hæ- áttu kaffi?
Hæ- áttu faðmlag?
Hæ – áttu eitthvað fallegt að segja mér?
Við þurfum að biðja um það sem vil viljum- það er nefnilega undur og stórmerki ef við þekkjum fólk sem les hugsanir.
Gangi okkur vel- að mæta bæði sjálfum okkur og öðrum. Megi æðri máttur umvefja okkur öll <3
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst