Mikið hefur verið rætt og ritað uppá síðkastið um Friðarljós Hálparstarfs Kirkjunnar. Framkvæmdastjóri Hjálparstarfsins sagði í viðtali að erfiðlega gengi að verða sér úti um ílát fyrir vaxið.
Það var jú ein af ástæðunum fyrir því að þriggja áratuga samstarfi Hjálparstarfsins og Heimaeyjar – Kertaverksmiðju var sagt upp. Eyjar.net notfærði sér leitarvéina Google til að kanna hvort ekki fengjust blikkdósir einhverstaðar í veröldinni á sæmilega góðu verði.
Okkur sýnist að hægt sé að fá svipaðar dósir og þarf í þetta verk fyrir c.a. 10 – 40 krónur á dósina án þess fara í sérstaka samninga. Þá á reyndar eftir að flytja þær hingað til lands og merkja.
Hvíslað er um að þær 98 krónur sem Kertaverksmiðjan fær fyrir sína vinnu (og flutninginn til og frá Eyjum) og viðbættur kostnaður við ílát hafi ekki getað skapað stór vandamál. Það sé því erfitt að fá botn í málið!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst