Hugsuð orð og tapaður meydómur
17. október, 2014

Það hefur margt tekist vel í mínu lífi, það er líka margt sem ég hef gert sem ég er ekki eins stolt af, jafnvel vildi ég hafa sleppt sumu – stundum allavega. Ég hef fallið á prófum, verið stjórnsöm, dónaleg, með yfirgang, hrokafull, gröm, komið illa fram við fólk og gert fullt af mistökum.

Ekkert af þessu verður af mér tekið – hvorki það sem ég hef gert vel – eða  illa. Viðurlögin hafa verið misjöfn – en allajafna hef ég margoft tekið það hlutverk að vera minn eigin dómari, velta mér uppúr því hvað í ósköpunum ég hafi verið að spá!  Hvort að mér hafi fundist þessi framkoma vera viðeigandi og hef janvel átt það til að velta mér uppúr þessu í  marga daga, marga mánuði og jafnvel mörg ár, einhverju sem ég var ekki nægilega ánægð með að hafa sagt eða gert. En eins og hún amma mín blessuð sagði alltaf „töluð orð og tapaður meydómur verður ekki aftur tekið“. Ég hef komist að því í lífinu að það er sama hversu mikið ég velti mér uppúr hlutum eða gjörðum – það breytir engu hvorki því sem ég hef sagt, gert eða hugsað.

Í hugrænni atferlismeðferð lærir maður að vinna með hugsun sína. Hugsun þín skapar þinn raunveruleika. Í meðferðarfræðinni er góðri spurningu teflt fram „hvað myndir þú segja við besta vin þinn/bestu vinkonu þína?“. Ég er nú svo einstaklega heppin með bestu vinkonu og hún hikar ekki við það að segja mér bæði þegar ég geri vel og gagnrýna mig ef ekki fer eins vel (Gagnrýna= rýna til gagns). Ég reyndar treysti henni fullkomlega til þess og það eru fáar mannverur sem fá að tala við mig eins og hún. Hún teflir reyndar öllu fram í miklum kærleika og er einstaklega fær í að koma frá sér ábendingum á kærleiksríkann hátt.

Þegar ég fór að vaxa og þroskast hafði ekki áttað mig á því  að eitt af mínum stærstu verkefnum í þessu lífi er að verða mín besta vinkona og koma fram við sjálfa mig af þeim kærleika og þeirri virðingu og hlýju sem ég á skilið. Sína sjálfri mér það umburðarlyndi sem ég langoftast sýni öðru fólki, það kemur nefnilega stundum fyrir að ég er umburðarlyndari gagnvart öðrum en sjálfri mér. Þetta er eitt af okkar langtímaverkefnum! 

Við mannskepnan, erum svo undarleg með það hvað við virðumst mörg (ef ekki bara flest öll) fara á það plan að tala niður til okkar, og fáir eða enginn sem myndi láta bjóða sér það að láta tala við sig líkt og við tölum við okkur sjálf á slæmum  dögum.  Hvernig ég tala við mig á slæmum degi – er ekki uppbyggjandi eða góður félagsskapur, skal ég segja ykkur! Það verður að viðurkennast! Sem betur fer fer þessum dögum fækkandi og mér virðist takast að vaxa þó vissulega séu sumir dagar betri en aðrir.

Önnur „vinkona“ sem ég hef eignast á lífsleiðinni er Louise L. Hay, 88 ára gömul. Hún hefur reyndar ekki hugmynd um að hún sé vinkona mín. Hún er ekki ímyndaður vinur, en ég les bækurnar hennar, skoða pistlana hennar og tek mjög margt sem hún gerir, mér til fyrirmyndar. Þú átt að elska sjálfa þig! Hún segir það! Og ég er algjörlega sammála henni. 

Það er ábyrg sjálfsást sem gefur lífinu gildi – fyrir þig! Og það er á þína ábyrgð að elska sjálfan þig, virða og sýna þér það umburðarlyndi – þann kærleika sem þú átt skilið. Við megum nefnilega ekki gleyma því hver við erum og að við erum akkurrat eins og við eigum að vera. Það er ekki í okkar verkahring að sanna fyrir einum eða neinum hver við erum. Við erum afrakstur af þeirri reynslu sem lífið hefur fært okkur.  Öll fáum við einhverskonar verkefni á lífsleið okkar sem við vinnum með á þann hátt og þeirri getu sem við höfum hverju sinni. Útkoman úr þessum verkefnum er  hluti af þeirri manneskju sem við erum.

Bæði ég og þú erum akkurrat eins og við eigum að vera. Það er gott ef maður gefur sjálfum sér það – að vera eins og maður er, með öllu sem því fylgir og gefa öðrum leyfi til þess að vera nákvæmlega eins og þeir eru.

 

 Ást og kærleikur til okkar allra.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst