Nýr Herjólfur
19. október, 2014

Fundurinn um hönnun og smíði nýrrar ferju var að mörgu leiti ágætur og upplýsandi, en ég hef svona aðeins þurft að melta með mér allt það sem kom fram á fundinum. Það fyrsta sem vakti athygli mína var þegar ég fékk flash back sem skeði þegar Sigurður Áss fór að tala um útreikningana varðandi það, hversu margar frátafir yrðu, en þetta minnti ótrúlega mikið á fundinn vegna byggingar á Landeyjahöfn og tölurnar ótrúlega svipaðar frá þeim tíma, en hvort að frátafir verði 10 dagar, 20 dagar eða jafnvel 100 dagar er algjörlega vonlaust að spá fyrir um.

Við vitum ekkert hvernig skipið kemur til með að reynast, eða hvernig höfnin mun þróast og í raun og veru er frekar ótrúlegt að horfa upp á þessa spá eða fullyrðingar eins og að með nýrri ferju þurfi aldrei oftar að moka sandi úr höfninni. Hefði reyndar skilið það ef það væru dekk neðan á ferjunni, en svo er ekki, en það hvarflar að manni að þarna sé verið að nota sambærileg rök og fyrir smíði hafnarinnar, en auðvitað mun þurfa að moka sandi úr Landeyjahöfn næstu árin.

Fullyrðing eins af hönnuðinum um að það skipti engu máli, hvort að ferjan sigli á 12 mílna hraða eða 15, er ég algjörlega ósammála og eiginlega furðulegt að ætla sér að smíða nýja ferju á 21. öldinni með þetta jafn lítinn ganghraða. Mín skoðun er óbreytt frá fyrri greinum um hugsanlega nýja ferju. Ný ferja þarf að geta farið amk. 20 mílur og farið þannig á 2 tímum til Þorlákshafnar þegar Landeyjahöfn lokast. 

En miðað við þessar upplýsingar sem komu fram á fundinum, þá erum við að tala um amk. 3,5 til 4 klukkutíma þegar siglt er til Þorlákshafnar og það er klárlega mikil afturför. 

Fullyrðing hönnuðar um að það eigi að vera hægt að losa og lesta ferjuna (bílaþilfarið) á aðeins 15 mínútum og það með minni mannskap heldur en er nú á Herjólfi, tel ég vera tóma vitleysu og ef rétt er, að ekki verði hægt að keyra í gegnum ferjuna eins og núverandi ferju, þá tel ég augljóst að þetta muni að öllum líkindum taka lengri tíma, að tæma skipið heldur en núverandi ferju. Einnig kom fram hjá hönnuðinum hugmyndir um að setja hugsanlega ekki veltiugga á skipið, ég er ansi hræddur um að það gæti þá orðið erfið sigling til Þorlákshafnar fyrir þá sem eru sjóveikir. Ég er hins vegar mjög ánægður með það, að ferjan verði hönnuð þannig að hún taki mun minni vind á sig en núverandi ferja.

Nokkrar fyrirspurnir komu fram á fundinum um hversvegna ekki væri verið að sigla fleiri ferðir, eins og lofað hafði verið, en hönnuður talaði um að það yrði ekkert mál að sigla nýju ferjunni 8 sinnum á dag. Hugsanlega verður hægt að fjölga ferðum með nýrri ferju, vegna þess að með öllum líkindum verður kostnaður minni en með núverandi ferju, en að sjálfsögðu snýst þetta allt saman um peninga og þýðir því lítið að ræða það við þá sem hanna eða smíða ferjuna. 

Stærstu vonbrigðin við þetta allt saman er þó fyrst og fremst það, að ég heyri það út um allan bæ, að ráðamenn bæjarins séu búnir að gefast upp á því að reyna að fá fjármagn í endurbætur á höfninni. Verði það niðurstaðan að ekkert verður gert til þess að verja innsiglinguna fyrir grunnbrotsjó, þá er ansi hætt við því að ný ferja muni jafnvel litlu breyta varðandi frátafir í Landeyjahöfn, en ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki rétt hjá mér og vonandi verður Landeyjahöfn með nýrri ferju 90% höfn.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst