Listin að klúðra samböndum
14. nóvember, 2014

Jesús, hvað ég vildi óska þess að ég væri að skrifa grein með fyrirsögninni  „Listin að láta sambönd ganga“.  En á meðan það er ekki í reynslubankaum mínum, er erfitt fyrir mig að skrifa þannig grein. Ég get hins vegar gefið nokkur öflug og góð ráð um hversu auðvelt það er að klúðra samböndum  og samskiptum.  

Formúlan er þessi:  slatti af tilfinningadrasli (svo þú segir nú örugglega fáránlega og kjánalega hluti),  böns af hausarusli (svo þú takir öllu á versta veg og rangtúlkir pottþétt allt sem sagt er) og passaðu þig bara á að ræða ekkert óþægilegt svo það sé enginn hætta fyrir hendi á því að nokkur misskilningur verði leiðréttur.  

Samskipti eru afskaplega viðkvæmt fyrirbæri þar sem ekkert feilspor má stíga án þess að það hafi verulegar afleiðingar. Samskipti gefa yfirleitt engan sveigjanleika á vondu skapi eða hugsunarlausu tilsvari,  án þess að við bregðumst við í vörn og  tökum hlutunum persónulega.

Við segjum allt of oft hluti sem við sjáum eftir og reynum svo að klóra í bakkann með því að réttlæta okkur eða kenna hinum aðilanum um. Við miskiljum, rangtúlkum eða bregðumst of harkalega við þegar einhver segir eitthvað sem rifjar upp leiðindartímabil eða kveikir á óþægilegum tilfinningum.  Við erum líka ótrúlega dugleg að safna í gremjupokann í stað þess að segja það sem okkur finnst. Og svo þegar við höfum fengið nóg þá springum við og látum fólk „sko aldeilis heyra það“.

Við segjum og gerum kjánalega hluti, bara til að fá það staðfest frá öðru að við séum dásamleg, sæt og skemmtileg og til að fá að heyra að við séum elskuð og að við séum nóg. Við „prófum“ fólk til að sjá hvort það sé til staðar þegar við þurfum á þeim að halda. Ef við verðum svo fyrir vonbrigðum reynum við að „laga fólkið til“ með tuði, nöldri, gagnrýni eða fýlu.

Flestir sætta sig við að vera í „ágætissamböndum“ þar sem hlutirnir eru með þeim hætti að það er yfirleitt aðeins meira af góðum hlutum en slæmum. Í ágætissamböndum þarf maður bara að passa sig á því að ræða ekkert óþægilegt til að rugga ekki bátnum, svo að slæmu hlutirnir vegi ekki þyngra en þeir góðu. Og þegar maður er að passa upp á þetta viðkvæma jafnvægi – þá er náttúrulega fáránlegt  að segja frá einhverjum helvítistímabilum og öllu hausaruslinu.  Í ágætissamböndum kemst maður upp með því að þegja yfir öllu þessu óþægilega sem maður hefur gert, sagt eða lent í  og enginn þarf að vita af öllum þessu  ljótu og leiðinlegu tilfinningum sem maður er endalaust að burðast með (afbrýðisemina, minnimáttarkenndina, óöryggið og allan sársaukann). Maður lítur þá allavega ekki út fyrir vera kjáni eða veiklundaður á meðan.  Það eina slæma við ágætissamböndin er maður er þá bara stundum hamingjusamur.  Þú veist – á meðan hlutirnir eru góðir.

Einu sinni fannst mér mjög eðliegt að eiga bara í ágætissamböndum og –samskiptum við fólk.  Ég passaði að enginn fengi að sjá hversu óörugg ég var eða hversu mikið mér sárnaði stundum framkoma annarra. Það fékk enginn að sjá sársaukann minn. Það var líka miklu auðveldara að segja  „ekkert!“ eða „skiptir ekki máli!“ í staðinn fyrir að segja hvað var raunverulega var í gangi hjá mér.  Svo er líka miklu auðveldara að láta sem ekkert sé og að allt sé í góðu, þó maður viti yfirleitt betur. Tilhugsunin um að hafa klúðrað einhverju er hrikalega óþægileg og það er líka vont að þurfa að viðurkenna að manni hafi orðið á.

Í hvert sinn sem eitthvað er órætt og ósagt á milli fólks, þá visna tengslin á milli þeirra.  Samskipti er eins og fallegur verðlaunagarður sem verður illa hirtur af afskiptaleysi. Við söfnum arfa og órækt í samböndin okkar með ósögðum orðum og óspurðum spurningum og stundum þarf maður einfaldlega að róta í drullunni til að halda hlutunum góðum.  

Það er vont og fer illa með sálarlífið að vera í illa hirtum samböndum. Ég hef lært hversu auðvelt það er að klúðra samskiptum og samböndum með því að spyrja ekki óþægilegra spurninga og koma sér undan því að svara álíka óþægilegum spurningum. Ég hef líka lært að á meðan maður tjáir sig ekki eða lætur eins og ekkert sé þegar manni sárnar, þá er ekki hægt að leiðrétta neinn misskilning . Á meðan maður segir ekki frá sársaukanum, hausaruglinu og öllum þeim erfiðleikunum sem hafa haft áhrif á mann, þá skilur enginn allt tilfinnindraslið sem maður er að burðast með.  Misskilningur kemur alltaf frá hinu ósagða og það er svo ótrúlega gott fyrir sálarlífið að eiga í opnum og heiðarlegum samskiptum við annað fólk.  

Ég er óendanlega þakklát fyrir þá sem hafa kennt mér hversu  auðvelt það er að hreinsa til í samskiptum þegar viljinn er til staðar. Viljinn til að leita eftir því hvar misskilningurinn liggur og viljinn til að bæta fyrir brotið og biðjast afsökunar þegar það á við. Mig langar að nota tækifærið til að lýsa yfir virðingu minni  og aðdáun til þeirra sem leita með þessum hætti eftir því að hafa samskiptin sín góð og einlæg, þrátt fyrir að það sé stundum bæði erfitt og óþægilegt. Það er nefnilega svo miklu auðveldara að bregðast við því sem aðrir segja og gera (og oft í sársauka og illindum) heldur en að skapa sín eigin samskipti eins og maður vill hafa þau.

Ef þú ættir stutt eftir ólifað, hvað myndir þú vilja að fólkið þitt vissi um þig og skildi í þínu fari? Hvað áttu eftir ósagt? Hvaða misskilning myndir þú vilja leiðrétta og hvaða samskipti myndir þú vilja hafa betri?

Eftir hverju ertu að bíða?

Með von um dásamlegan dag í drullumalli, arfatínslu og almennu hausaruslshreinsunarstarfi.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst