Einnig náðist að koma inn í dagskránna kynningarfundi varðandi grísku ferjuna, sem nokkrir aðilar fóru til að skoða nú nýlega og þykir vera álitlegur kostur til siglinga í Landeyjahöfn.
Nú er hinsvegar hvíslað um það í Eyjum að tveir kjörnir fulltrúar í þingmannaliðinu sem hingað kom hafi skrópað á umræddann fund. Sást til þeirra tveggja í verslunum bæjarins á sama tíma og rædd voru ein mikilvægustu mál Eyjanna til framtíðar litið – þjóðveg okkar til næstu áratuga!
Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar loki engum dyrum og skoði alla þá kosti sem upp koma, áður en ákvörðun er tekin. Svona framkoma – að mæta ekki á boðaðann fund flokkast undir dónaskap við okkur íbúana hér í Eyjum, sem að kusu ykkur í stórum stíl í síðustu kosningum.
Takk fyrir komuna til Eyja, Unnur Brá, Ragnheiður Elín og allir hinir sem mættu á fundinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst