Meirhluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Vestmannaeyja barðist hart fyrir ráðherrastól undir Unni Brá Konráðsdóttur þingkonu suðurkjördæmis. Eyverjar félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum tók einnig virkan þátt í þessari baráttu. Niðurstaða formanns flokksins var hins vegar allt önnur. Formaðurinn valdi Ólöfu Nordal í stólinn.
Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson, ritaði pistil af þessu tilefni. Þar dásamaði Elliði ákvörðun Bjarna þ.e. að ákveða eitthvað allt annað en Elliði og bæjarfulltrúar flokksins höfðu áður hvatt Bjarna til að gera.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst