Að strippa á sálinni
4. janúar, 2015

Þar sem ég er pínu feimin og óframfærin og finn nokkuð reglulega fyrir fólksfælni, þá á ég nokkrar „grímur“ til að setja upp þegar ég þarf að fara í búð (og er engan vegin stemmd í það), þegar ég er að hitta fólk í fyrsta skipti og veit ekkert hvernig ég á að vera eða (Guð forði mér frá þeim aðstæðum) ef ég þarf að biðja um aðstoð. Þessar grímur eru mér algerlega lífsnauðsynlegar því annars myndast hætta á því að ég bókstaflega andist úr feimni og vandræðagangi. Grímurnar mínar eru margskonar, fyndnar, skilningrsríkar eða jafnvel stundum pínu hrokafullar. Svo á ég líka afar kurteisa grímu sem ég nota þegar ég veit ekki hverja af hinum ég á að setja upp. Þá er ég pínu stíf, gef ekkert sérstaklega mikið af mér og passa mig umfram allt að segja alls ekki neitt óþægilegt eða óviðeigandi. Best er þó þegar ég næ að snúa umræðuefninu upp á viðmælanda minn því þá er mér óhætt. Í bili allavega.

Svona grímusamskipti eru mjög yfirborðskennd, þú veist, gríman mín að eiga samskipti við þína. Þetta  eru örugg, þægileg og einföld samskipti. Ekkert persónulegt sem fer okkur á milli.  En yfirleitt er það þannig samt að ef okkur líkar við mannseskjuna og við treystum henni, förum við þá kannski að gefa aðeins meira af okkur. Þú veist, að segja frá einhverri persónulegu og verði maður ekki skotinn á staðnum með kaldhæðni eða hneysklun, þá fer maður hugsanlega að þora að opna á sífellt viðkvæmari hluti – jafnvel að segja frá því sem manni hefur alltaf langað að gera og af hverju maður þorir ekki. En það er dáldið mjög persónulegt, sko.

Ástæðan fyrir feimninni minni og því að ég set upp þessar grímur er að ég er oft drulluhrædd við  annað fólk. Sko, áliti þeirra á mér. Ég er svo hrædd um að ef ég segi eða geri eitthvað sem annað fólk er ósammála eða jafnvel bara ósátt við, að þá vilji það ekki lengur eiga samskipti við mig. Ég bý nefnilega yfir þeirri kjánalega barnalegu löngun til þess að öllum líki við mig. Mér finnst það nefnilega svo andskoti góð tilfinning. Og á meðan ég er svona hrædd við það að öðrum mislíki við mig, þá á ég  mjög erfitt að segja það sem mér raunverulega finnst og það sem mig langar og ég er líka hrædd um að ef ég segi einhverjum frá öllu því sem ég óttast – að það verði notað það gegn mér. Kannski sagt að ég sé, þú veist, barnalega kjánaleg.

Það hræðir mig ofsafengið að opna hjartað á þennan hátt og opna á almenna gagnrýni. Mér finnst það ekki bara vond tilfinning, heldur finnst mér ég vera algerlega varnarlaus; með sálina mína nakta. Ég er nefnilega stundum svo hrædd um að fólk sem mig langar til að umgangast, vilji ekki frekari samskipti við mig ef það þekkti mig í alvörunni. Ef það vissi um allt hausaruslið mitt og öll litlu ljótu leyndarmálin mín. Allt þetta sem ég skammast mín fyrir.

En ég veit líka að ef ég leyfi ekki fólki að kynnast mér eins og ég er, þá mun hún halda áfram að fylgja mér þessi gargandi þörf mín fyrir nánd, innileika og einlægni.  Ég er búin að vera á þeim stað alltof lengi og það eina sem það hefur fært mér er einmannaleiki og enn meiri ótti.

Fyrir nokkru tók ég því þá ákvörðun um að vera eins mikið ég sjálf og ég þori. Nei, ég fer í raun og veru oft langt framyfir það sem ég þori og er þessa dagana mjög oft með „æ-fokk-it-hvað-í-helvítinu-var-ég-að-gera“ tilfinningu. En alltaf, sko ég meina alltaf, hefur það samt verið helmingi betri tilfinning en þessi æpandi tómleiki sem fylgdi mér áður.

Þegar ég er í góðu jafnvægi þá er ég stanslaust að leita að leiðum til að gefa ást og allt sem felst í því orði. Falleg orð, gjafir, viðurkenningu, aðdáun, knús eða hvatningu.  Með hjartað bókstaflega barmafullt af gleði, hamingju og þakklæti, veit ég ekkert betra en að dreifa og deila þessari gleði minni.

Þegar ég hins vegar dett úr mínum málum og kem mér fyrir í hausnum á öðru fólki, þá fer ég undantekningarlaust í óttann minn, finn fyrir kvíðatilfinningu og er stöðugt að leita eftir staðfestingu á því að ég sé elskuð og að fólki líki við mig. Þá hef ég líka átt það til í örvæntingu minni  að yfirgefa sjálfa mig til að ganga úr skugga um að ég fái alla þá ást, umhyggju og væntumþykju sem mig svo sárlega vantar og reynist mér hrikalega erfitt að biðja um.

Með þetta í huga, reyni ég að mæta fólki á sama hátt. Ef ég verð fyrir dónaskap eða öðrum leiðindum, þá er ég yfirleitt nokkuð fljót að átta mig á því að það hefur ekkert með mig að gera. Að þeim vantar einfaldlega knús, falleg og uppörvandi orð eða staðfestinguna á því að þau séu líka nóg. Þá er auðvelt að gefa fólki það sem það á erfitt með að koma í orð; ást og væntumþykju.

Þegar ég tek sénsinn, tek niður grímuna og er ég sjálf, þá veit ég að annað hvort mætir fólk mér og gerir það sama eða þá að það velur að vera ekki í samskiptum við svona kjánaprik sem lætur allt flakka. Sem spáir og spögulerar í fáránlegustu hlutum og býr enn yfir þeirri barnalegu þörf að langa til þess að öllum líki við sig. Ég geri mér grein fyrir því að þegar ég vel að sýna mitt rétta andlit og geri og segi hluti sem skipta mig máli, þá mun líklega einhver, einhverntíma hafna mér og ekki vilja vera í frekari samskiptum við mig. Það sem ég hef hins vegar lært á undanförnum mánuðum er að það er allt í lagi.  Mér finnst hvort eð er svo miklu betra að vera í samskiptum við fólk sem finnst ég dásamleg – eins og ég er.

Hoppandi hlýjar nýjárskveðjur til þín, með von fullt af dásamlegum „æ-fokk-it-mómentum“ á komandi ári.

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst