Sveinn Valgeirsson varpaði fram í síðari grein sinni nokkrum skýrum spurningum er varða samgöngur á sjó á milli lands og Eyja. Greinin er málefnaleg líkt og fyrri grein Sveins um sama mál.
Undirritaður sendi tölvupóst á forstjóra Vegagerðarinnar, Hrein Haraldsson. Auk þess fékk Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs afrit af póstinum. Pósturinn til þeirra birtist hér í heild sinni:
Heill og sæll, Hreinn
Hér fyrir neðan er slóð á grein Sveins Valgeirssonar, skipstjóra á Lóðsinum í Vestmannaeyjum. Þetta er önnur greinin sem hann skrifar á skömmum tíma um stöðu Landeyjahafnar.
Í greininni eru nokkrar spurningar sem beinast að stofnuninni sem þú veitir forstöðu, sem gott væri að fá svör við.
http://eyjar.net/read/2015-03-06/enn-vantar-skyr-svor/
Bestu kveðjur!
Tryggvi Már Sæmundsson
Ritstjóri Eyjar.net
Svar barst síðdegis á miðvikudag og er birt hér orðrétt:
Sæll Tryggvi
Þakka þér fyrir þetta. Ég var beðinn um að svara þessu en fékk frjálsar hendur um hvernig.
Ég hef fylgt þeirri stefnu að svara bara einu sinni en ekki að standa í ritdeilum.
Sigurður Áss Grétarsson
Framkvæmdarstjóri siglingasviðs
Svo mörg voru þau orð frá Vegagerðinni, sem hefur þennan mikilvæga málaflokk á sinni könnu. Ljóst er að í grein Sveins er mörgum spurningum ósvarað. Þær settar fram á skýrann hátt.
Það verður að teljast með nokkrum ólíkindum að embættismaður í vinnu hjá ríkisstofnun skuli senda skattborgurum svona sneið og koma sér undan því að svara spurningum frá aðila sem þekkir höfnina vel. Þá er rétt að rifja upp skoðanakönnun MMR. Þar er traust bæjarbúa á Vegagerðina með lakara móti.
Til þess að fá svör við spurningunum koma þær fram hér, þar sem undirritaður hefur ekki áður fengið opinberilega svar frá framkvæmdastjóra siglingasviðs Vegagerðarinnar og því eiga hans rök ekki lengur við.
Tryggvi Már Sæmundsson
Ritstjóri Eyjar.net
Fleiri greinar frá höfundi:




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.