Gleðilegt sumar 2015

Lundinn settist upp í gærkvöldi 18. apríl, sem er 5 dögum fyrr heldur en í fyrra, en þar með er komið sumar hjá mér. Reyndar hefur verið töluvert af lunda í kring um Eyjar undanfarna daga, en ég hef ekki séð hann setjast upp fyrr en í gær.

Hvort það hafi einhverja þýðingu fyrir sumarið, að lundinn komi aðeins fyrr veit ég ekki, en það er mjög áhugavert að fylgjast með nýjustu spám um veðurfars breytingar á næstu árum og það að sjórinn sé töluvert kaldari sunnan við Eyjar en síðustu ár er vonandi ávísun á það að aðstæður fyrir lundann í Vestmannaeyjum fari nú að batna, en það verður tíminn einfaldlega að leiða í ljós.

Stærsta áhyggjuefnið varðandi lundann, sem og aðra fuglastofna við Eyjar þetta sumar, er sú ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að semja við ríkið um að sett verði af stað svokölluð verndaráætlun fyrir fuglastofna í Vestmannaeyjum, en í því ráði eiga að vera 5 aðilar. Einn frá ríkinu, einn frá Náttúrustofu Íslands, einn frá Náttúrustofu suðurlands, einn frá Vestmannaeyjabæ og einn frá hagsmunaaðilum. Ég reikna með því að Erpur verði þarna fyrir NS og því augljóst að mínu mati, að Eyjamenn verða þarna í minnihluta og að mínu mati, þá mun það ekkert þýða fyrir landeigandann, Vestmannaeyjabæ, sem að sjálfsögðu hefur alltaf loka orðið að segja nei við tillögum meirihlutans í þessu ráði, vegna þess að fjármagnið á bak við þetta ráð kemur frá ríkinu, en mér segir svo hugur að allir þeir fjöl mörgu eyjamenn sem hafa í dag rétt á margs konar nytjum á fuglastofnunum við Eyjar muni nú ekki kyngja því þegjandi ef Erpur á að fara að stjórna því, hvað sé nýtt og hvað ekki. 

En vonandi verður sumarið gott fyrir bæði menn og fugla.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.