Um helgina tjáðu sig tveir skipstjórar sem siglt hafa til Landeyjahafnar þegar hún hefur verið opin.
Annarsvegar var það hinn reyndi skipstjóri Herjólfs , Steinar Magnússon sem senn nær þeim áfanga að sigla ferjunni í 3000 ferðum og hinsvegar skipstjóri Víkings, Sigurmundur Gísli Einarsson sem á að baki flestar ferðir það sem af er ári til Landeyjahafnar.
Rýnum í hvað þeir sögðu. Steinar sagði þetta í samtali við Morgunblaðið:
Og Sigurmundur Gísli sagði þetta í samtali við fréttastofu Rúv, undir yfirskriftinni ,,Landeyjahöfn þarfnast lagfæringar”.
,,Að höfnin skuli vera lokuð í sex mánuði segir okkur að það er eitthvað að höfninni. Höfnin er ekki góð, það þarf að klára þetta mannvirki.”
Báðir sögðu þeir einn og sama hlutinn. Það þarf að klára höfnina. Þetta eru mennirnir sem ábyrgð bera á farþegaflutningum milli Eyja og Landeyjahafnar. Þeir eru á staðnum og á þá verður að hlusta!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst