Af hverju núna?
17. júlí, 2015

Síðastliðin ár hefur oft komið upp umræða um bann við bekkjabílum á Þjóðhátíð. Bekkjabílar eru víst á gráu svæði er kemur að lagabókstafnum. En það sem bílar þessir hafa haft með sér í gegnum tíðina er mjög lá slysatíðni. Hvíslað er um bæinn að ekki muni menn eftir slysi tengt bekkjabílunum síðustu ár.

Síðan eru það allar hinar ástæðurnar sem hafa ber í huga. Eins og hefðin, en bekkjabílar hafa fylgt Þjóðhátíð í 85 ár. Börnin bíða eftir því í 300 daga á ári eftir að komast rúnt með bekkjabíl. Nú þurfa þau ekki að bíða lengur. Þessi góða hefð hefur verið aflögð.

Í fréttatilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd og lögreglstjóra kom fram að embætti Lögreglustjóra og Þjóðhátíðarnefnd ákváðu snemma árs að reyna að finna lausn á samgöngum innanbæjar.

Hefði ekki verið nær að tíminn hefði verið nýttur til að þrýsta á kjörna fulltrúa um að ná þessari reglugerð út fyrir sviga?

Og hvað með aðrar hátíðir líkt og Gleðigönguna, þar sem fólk stendur á háum hælum á vörubílapöllum um alla Reykjavík?
Það virðist í lagi!

Spurning er af hverju var þetta blásið af núna? Ekki er það vegna þess að það varð slys. Ekki er það vegna nýrra reglugerða. Hvað breyttist?
 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.