Bölvuð afskiptasemi er þetta
22. júlí, 2015

Ljóst er að bæjarráð Vestmannaeyja hefur talað fyrir munn margra með ályktun sinni í gær vegna fyrirhugaðrar byggingar bankans í miðbæ Reykjavíkur. Steinþór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans svaraði þessu í gær og sagði ekki standa til að byggja neina „flott­ræf­ils­höll“.

Þó nokkrir hafa tjáð sig um þetta viðtal bankastjórans. Einn þeirra sem skrifar um málið er Gunnar Þór Heiðarsson.

Hann segir:

Það fer ekki á milli mála að Steinþóri finnst þetta bölvuð afskiptasemi, bæði að fréttamiðlar skuli vera að skipta sér af þessu og ekki síður að hluthafar skuli vilja eitthvað hafa um málið að segja. Þetta viðhorf skín í gegn í þessu viðtali við hann.

Rökin sem bankastjórinn færir eru hins vegar ansi þunn og standast enga skoðum.

Fyrir það fyrsta þá segir hann að bankinn vilji vera þar sem viðskiptin fara fram. Þvílíkt rugl. Auðvitað má segja að helstu viðskipti bankans fari fram í miðbænum, í dag, enda höfuðstöðvar bankans þar. En hvar eru viðskiptavinir bankans? Hvað finnst þeim um að þurfa að þvælast niður í miðbæ til að sinna sínum viðskiptum við bankann? Er ekki þessi banki kannski bara fyrir þau fyrirtæki og þá Íslendinga sem búa í miðbænum? Er þetta ekki banki allra landsmanna?

Þá segir bankastjórinn að bankinn hafi gert hagstæð kaup á lóðinni, einungis greitt tæpan milljarð fyrir hana. Hann gefur í skyn að verðmæti lóðarinnar sé mun meira. Þó var haldið opinbert útboð á þessari lóð og einungis tveir aðilar sem buðu, Landsbankinn og einhver annar aðili sem bauð um 800 miljónir í skikann, eða um 150 milljónum lægra en bankinn. Því er vandséð að einhver hagnaður sé í verðmæti lóðarinnar, en ef svo er þá ætti bankinn að sjálfsögðu að nýta sér þann hagnað með sölu á henni.

“Samkeppnisaðilarnir eru á svipuðum slóðum”, segir bankastjórinn og telur það rök fyrir þessari byggingu. Kannski má segja að höfuðstöðvar Arionbanka séu á svipuðum slóðum, þó heldur séu þær utar miðbæjarins. Varla verður því haldið fram að höfuðstöðvar Íslandsbanka teljist innan miðborgar. Þá ber að líta til þess að höfuðstöðvar beggja þessara banka voru byggðar fyrir hrun og bygging höfuðstöðva Arionbanka mjög gagnrýndar á sínum tíma, jafnvel í öllu því æði sem þá geisaði. En bankinn var einkafyrirtæki og ekki almennings að skipta sér af því. Um Landsbankann gilda aðrar reglur og þá ætti bankahrunið að klingja einhverjum bjöllum í hausnum á Steinþóri.

Síðustu rökin sem bankastjórinn tiltekur í þessu viðtali, bílastæðamál, eru vart svaraverð, svo fámunalega vitlaus sem þau eru. Með því einu að láta af þeirri kröfu að byggja höfuðstöðvar í þröngum miðbæ Reykjavíkur, úr leið fyrir flesta viðskiptavini bankans og færa þær á betri stað, mun þetta vandamál leysast af sjálfu sér.

Væntanlega mun verða haldinn hluthafafundur um þetta mál. Enn hefur ekkert heyrst frá þeim manni sem heldur um stæðsta hluthafabréfið, fjármálaráðherra, um hans viðhorf til þessa máls. Hins vegar hafa bæði stjórnarþingmenn sem og sumir ráðherrar sagt skilmerkilega frá sinni afstöðu. Væntanlega verður fjármálaráðherra að taka tillit til þeirra sjónarmiða, a.m.k. ræða málið í ríkisstjórn. Aðrir hluthafar hafa tjáð sig um málið, skýrt og vel.

Út frá þessu hlýtur hluthafafundur að komast að þeirri niðurstöðu að bankaráð og bankastjóri hafi farið þarna offari, jafnvel út fyrir sín verksvið og mörk. Því hljóta hluthafar að mæta til fundarins með tillögu um nýtt bankaráð og nýjan bankastjóra.

Það sem bankastjóranum þykir afskiptasemi, er ekkert annað en eðlilegt aðhald. Aðhald sem er flestum Íslendingum efst í huga, eftir sögulegt efnahagshrun. Kannski ætti þetta viðhorf að vera bankastjórum landsins enn skýrara.

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst