Venjuleg, týpísk meðal-Hrefna
4. janúar, 2016

Ég er þessi týpíska meðalmanneskja og hef líklega alltaf verið. Týpískur Íslendingur sem ber lítið á,  í meðalhæð og þyngd, með venjulegt mosabrúnt íslenskt meðalhár.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig fólk hefði lýst mér hefði ég týnst, því klæðnaðurinn minn hefur í gegnum tíðina verið afskaplega týpískur íslenskur meðalklæðnaður. Svartur. Mesta lagi grár eða dökkbrúnn.  Ætli það hafi ekki mest farið eftir skapferli og „dirfsku“ dagsins hversu langt frá svarta litnum ég þorði.

Og ég átti mér svo sannarlega draum um að rífa mig upp úr þessari meðalmennsku. Draumurinn var að sjálfsögðu óendanlegt ríkidæmi, frægð,  ólýsanleg fegurð og eftirtektaverður kroppur. Ætli ég hefði ekki  gert mér að góðu að öðlast bara eitt af þessu, en nei. Bara þetta týpíska, venjulega meðal á mig. Vú. Hú.

Þið sem hafið einhverja sérstöðu til að bera munið sennilega aldrei skilja þá kvöl og pínu sem liggur í meðalmennskunni. Við það að falla í skuggann og týnast í fjöldanum. Manni langar svooo mikið til þess að hafa eitthvað til að bera, að það er nánast sama hvað er, bara eitthvað sem vekur eftirtekt eða öfund.

Þannig  heldur maður inn  í fullorðinsárin, sannfærður um að ríkidæmi, frægð, fegurð og allt hitt sem vekur öfund annara, sé það sem muni gera mann hamingjusaman.

Öll orka unglings- og fullorðinsára fer í að skapa persónu sem við teljum vera öfundsverða  og um leið að þagga niður í þeim Gallagrip sem við raunverulega erum. Þessum Gallagrip sem hefur oft allt aðrar hugmyndir um lífið og tilveruna, langanir og þarfir heldur en þessi „fullkomna persóna“ sem við reynum svo átakanlega mikið að verða. Oftast í átakanlega augljósu vonleysi.

Því minni Gallagripir sem við leyfum okkur að vera – því ómanneksjulegri verða kröfur okkar um fullkomnun og algert gallaleysi. Við verðum grimm og óvægin, sérstaklega í skjóli net- og samfélagsmiðla og gagnrýnum minnstu mistök.

Ég var þessi týpíska meðalmanneskja sem þráði það helst, í mínum svartklædda raunveruleika, að öðlast öfund og aðdáun annarra. Ég var óvægin, gagnrýnin og gerði ómanneskjulegar kröfur. Tók þátt í baktali og hneykslaðist á barnaskap og hálfvitahætti annara.

Svo gerðist eitthvað dásamlegt.  Í skjóli meðalmennskunar fór ég að læra að elska sjálfa mig. Bara líka þokkalega vel við þennan gallagrip, þessa annars ágætu meðal-Hrefnu. Kunna að meta það sem ég gat og ég gerði og hætta að brjóta mig niður fyrir það sem ég kunni ekki – ennþá.

Ég er nefnilega þokkalega ágætt eintak, svona þegar ég fór að kynnast mér betur. Þegar ég fór að skrapa lögin af persónunni sem ég hafði skapað. Það lag sem var hrætt við reiði og skapsveiflur annara, það lag sem var hrætt við álit og gagnrýni annara og það lag sem var hrætt við að Gallagripurinn Ég, verðskuldaði ekki að vera elskuð.

Ég lærði einlægni og æfði mig í þeirri list að vera ég sjálf. Æfði mig í að segja fólki frá því þegar mér sárnaði og þegar þau fóru yfir mörkin mín. Ég fór að kunna vel við Gallagripinn og finnast hann bara nokkuð skemmtilegur og áhugaverður félagsskapur. Ég er ennþá að æfa mig í því að standa með sjálfri mér, setja mörk og vera blíð og umburðarlynd við sjálfa mig.

Ég er verk í vinnslu.

Kraftaverkið mitt lá í því að  læra að samþykkja sjálfa mig, því þá fyrst fór ég að samþykkja aðra. Til að umbera galla annarra þarf maður nefnilega að fyrst að læra umbera sína eigin.

Í byrjun árs fara margir að huga að því að rækta líkama sinn – sennilega eftir frekar sukkaðan jólamánuð. Mig langar alveg hrikalega mikið til að hvetja þig í að rækta einlægni, heiðarleika og sjálfsvirðingu – sérstaklega í ljósi hömlulauss sukks á kommentakerfum netmiðla og á samfélagsmiðlunum. Höfum orð Ghandi að leiðarljósi og verðum sú breyting sem við viljum sjá í heiminum.

Með vinsemd og virðingu;

Venjulegasti Gallagripur í heimi.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst