Tanginn er veitingastaður sem óhætt er að mæla með. Staðurinn er allur hinn glæsilegasti og ekki skemmir umhverfið. Frábært útsýni yfir höfnina. Matseðillinn er mjög spennandi og langaði mig í allt á honum – en þar sem það var ekki gerlegt ákvað ég að fara að ráðum þjónsins og fara í þriggja rétta seðilinn. Í forrétt var:
Þessi réttur hreinlega bráðnaði uppí manni. Virkilega góð samsetning sem gaf bragðlaukunum alveg nýjan tón. Í aðalrétt var svo val um:
Niðurstaðan var að fara í nautið. Ekki sá ég eftir því. Það er vissulega vandi að elda naut en þetta var hárrétt eldað og samsetningin á meðlætinu góð. Hreint lostæti!
Rúsínan í pylsuendanum var eftirrétturinn. Hann saman stóð af:
Líkt og hinir réttirnir á undan – klikkaði þessi ekki. Toppað með góðu kaffi.
Þjónustan var góð. Þjónarnir líflegir, hressir og voru aldrei langt undan.
Mæli hiklaust með þessum notalega stað við sjávarsíðuna.
Takk fyrir mig.
Tryggvi Már Sæmundsson























Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.