Lundinn settist upp þann 19. og þar með byrjaði sumarið hjá mér, tveimur dögum fyrir sumardaginn fyrsta. Ég er óvenju spenntur fyrir þessu lunda sumri, enda var bæjarpysjan í Vestmannaeyjum á síðasta ári hátt í 4000 pysjur og því gríðarlega spennandi að sjá, hvort að sá frábæri viðsnúningur komi með framhald í ár.
Ekki minnkaði bjartsýnin við að heimsækja nokkrar eyjar fyrir norðan land s.l. sumar og sjá, hversu gríðarlega sterkur lundastofninn á Íslandi er.
Ekki nýtti ég mér veiðidagana í eyjum s.l. sumar frekar en síðustu ár, en hef eftir þeim sem fóru til veiða að töluvert hafi verið af ungfugli í veiðinni, sem klárlega réttlætir það, að einhverjir dagar verði leyfðir í sumar, en ég er hins vegar sammála þeirri breytingu að þeir verði þá ekki fyrr en í ágúst.
Toppurinn á árinu hjá mér var klárlega ferð til Grímseyjar s.l. sumar, þar sem ma. menn fengu að ná sér í soðið. Merkilegt nokkuð, þá veiddust einir 4 merktir lundar í ferðinni og hefur komið í ljós, að 2 þeirra voru merktir á sínum tíma í Vestmannaeyjum. Þannig að þar með er það sannað endanlega að mínu viti að lundinn flakkar um eða færir sig til eftir ætinu.
Forsetaframboð eru mikið í umræðunni að undanförnu. Sjálfur hef ég ma. fengið nokkrar áskoranir, sem sumar hverjar hafa komið mér nokkuð á óvart. Reyndar sagði ágætur vinur við mig um daginn, að af ég færi í framboð, þá myndi hann kjósa mig en bætti svo við eftir smá umhugsun: Nei heyrðu, þá verður þú að fara frá eyjum, en það vill ég ekki, þannig að ég er hættur við að kjósa þig.
Því verður hins vegar ekki neitað að laun upp á rúmar 2 milljónir á mánuði, einka bílstjóra, ferðalög út um allan heim, veisluhöld er kannski aðeins meira freistandi heldur en að standa niðri í beituskúr allt árið, eða veltast í öldunni við eyjar.
Ég hef því ákveðið eftir að hafa ráðfært mig við stórfjölskylduna, að taka áskorun frá fjölmörgum aðilum hér í bæ og af fastalandinu, um að bjóða mig hér með EKKI fram til forseta Íslands.
Gleðilegt sumar allir.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.