Það fer ekki framhjá neinum að hamfarir ganga nú yfir Austurland og er hægt að taka undir að þarna verði ríkið að grípa inní sem fyrst. Tveir ráðherrar eru nú þegar mættir á svæðið, þeir Bjarni Benediktsson og Jón Gunnarsson, auk fylgdarliðs.
Þeir lentu á flugvellinum á Hornafirði um klukkan tíu í morgun. Óhætt er að hrósa þeim fyrir það enda íbúar þarna búnir að vera sambandslausir síðan í gær. „Lífæðarnar þurfa að vera í lagi,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra í samtali við mbl.is.
Í þessu samhengi er nauðsynlegt að benda á að Vestmannaeyjar voru sambandslausar í tæpa þrjá sólarhringa nokkrum dögum fyrr. Nú er hvíslað um það að ekki nokkur bæjarbúi hafi orðið var við að ráðherrarnir hafi verið hér að kanna aðstæður. Vissulega voru þetta hamfarir hér líka. Munurinn er sá að hamfarirnar hér voru af mannavöldum!
Já, það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst