Fjölmennt var við opnun sýningar Vestmannaeyjabæjar á verkum Kjarval sem eru í eigu sveitarfélagsins. Sýningin sem aðeins var opin á nýársdag er liður í 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar.
En í gær voru 100 ár síðan Vestmannaeyjabær öðlaðist kaupstaðarréttindi. Allt þetta ár verða viðburðir á vegum bæjarins í tilefni af afmælinu. Ljósmyndari Eyjar.net leit við í Einarsstofu í gær við opnun sýningarinnar, en þar var kynnt nýtt merki í tilefni af afmælinu. Það var Ástþór Hafdísarson sem afhjúpaði merkið.
Að sögn Kára Bjarnasonar, forstöðumanns Safnahússins komu hundruðir manna til að sjá sýninguna á þessum fjórum klukkutímum sem að hún var opin. „Það var stöðugur straumur fólks allan daginn” sagði Kári í samtali við Eyjar.net.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst