Fjölmennt var við opnun sýningar Vestmannaeyjabæjar á verkum Kjarval sem eru í eigu sveitarfélagsins. Sýningin sem aðeins var opin á nýársdag er liður í 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar.
En í gær voru 100 ár síðan Vestmannaeyjabær öðlaðist kaupstaðarréttindi. Allt þetta ár verða viðburðir á vegum bæjarins í tilefni af afmælinu. Ljósmyndari Eyjar.net leit við í Einarsstofu í gær við opnun sýningarinnar, en þar var kynnt nýtt merki í tilefni af afmælinu. Það var Ástþór Hafdísarson sem afhjúpaði merkið.
Að sögn Kára Bjarnasonar, forstöðumanns Safnahússins komu hundruðir manna til að sjá sýninguna á þessum fjórum klukkutímum sem að hún var opin. „Það var stöðugur straumur fólks allan daginn” sagði Kári í samtali við Eyjar.net.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.