Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er efnt til 10 sýninga á jafnmörgum Eyjamönnum og – konum á árinu. Með sýningaröðinni er ætlunin að draga fram þá fjölbreyttu flóru sem vestmannaeyskir listavinir eru.
Öll eiga verkin það sameiginlegt að vera í eigu Listasafns Vestmannaeyja sem geymir um 700 listaverk. Fyrsti listamaðurinn í sýningaröðinni er Kristinn Ástgeirsson frá Miðhúsum (1894-1981) en margar mynda hans eru ómetanlegar heimildir um atvinnuhætti og verklag í Vestmannaeyjum fyrri tíðar.
Kristinn er flokkaður sem „naivisti“ en helstu einkenni þeirrar stefnu er einfaldleiki í litum og dráttum. Aðalsteinn Ingólfsson hefur gert grein fyrir list Kristins í bók sinni Naive and Fantastic Art in Iceland.
Sýningin opnar miðvikudaginn 30. janúar kl. 17:00 og verða ættingjar viðstaddir opnunina. Allir hjartanlega velkomnir á forvitnilega sýningu einstaks listamanns. Sýningin stendur til 5. febrúar.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.