Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er efnt til 10 sýninga á jafnmörgum Eyjamönnum og – konum á árinu. Með sýningaröðinni er ætlunin að draga fram þá fjölbreyttu flóru sem vestmannaeyskir listavinir eru.
Öll eiga verkin það sameiginlegt að vera í eigu Listasafns Vestmannaeyja sem geymir um 700 listaverk. Fyrsti listamaðurinn í sýningaröðinni er Kristinn Ástgeirsson frá Miðhúsum (1894-1981) en margar mynda hans eru ómetanlegar heimildir um atvinnuhætti og verklag í Vestmannaeyjum fyrri tíðar.
Kristinn er flokkaður sem „naivisti“ en helstu einkenni þeirrar stefnu er einfaldleiki í litum og dráttum. Aðalsteinn Ingólfsson hefur gert grein fyrir list Kristins í bók sinni Naive and Fantastic Art in Iceland.
Sýningin opnar miðvikudaginn 30. janúar kl. 17:00 og verða ættingjar viðstaddir opnunina. Allir hjartanlega velkomnir á forvitnilega sýningu einstaks listamanns. Sýningin stendur til 5. febrúar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst