Sjö af átta síðustu bæjarstjórum Vestmannaeyja voru samankomnir á setningu Goslokahátíðar á föstudaginn.
Páll Zóphóníasson var bæjarstjóri árin 1976-1982. Þá tók Ólafur Elísson við og gegndi starfinu í fjögur ár. Því næst var það Arnaldur Bjarnason sem sat sem bæjarstjóri 1986-1990.
Þá tók Guðjón Hörleifsson við en hann var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í tólf ár. Ingi Sigurðsson tók við af Guðjóni árið 2002 og gegndi hann stöðunni til ársins 2003, og tók Bergur Elías Ágústsson við af Inga og var Bergur Elías bæjarstjóri í Eyjum til ársins 2006.
Árið 2006 settist Elliði Vignisson í stól bæjarstjóra Vestmannaeyja og sat hann þar í tólf ár, eða allt þar til Íris Róbertsdóttir tók við í fyrra, fyrst kvenna.
Sem kunnugt er heldur Vestmannaeyjabær uppá 100 ára afmæli sitt allt þetta ár og nær afmælishátíðin hámarki á Goslokahátíð.
Bæjarstjórar Vestmannaeyja frá upphafi:
Nafn | Í embætti |
---|---|
Karl Einarsson (bæjarfógeti) | 1919-1924 |
Kristinn Ólafsson (fyrsti kosni bæjarstjóri) | 1924-1928 |
Jóhann Gunnar Ólafsson | 1929-1938 |
Hinrik G. Jónsson | 1938-1946 |
Ólafur A. Kristjánsson | 1946-1954 |
Guðlaugur Gíslason | 1954-1966 |
Magnús H. Magnússon | 1966-1971 |
Gísli Gíslason | 1972 |
Magnús H. Magnússon | 1972-1975 |
Sigfinnur Sigurðsson | 1975-1976 |
Páll Zóphóníasson | 1976-1982 |
Ólafur Elísson | 1982-1986 |
Arnaldur Bjarnason | 1986-1990 |
Guðjón Hjörleifsson | 1990-2002 |
Ingi Sigurðsson | 2002-2003 |
Bergur Elías Ágústsson | 2003-2006 |
Elliði Vignisson | 2006-2018 |
Íris Róbertsdóttir | 2018- |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst