Sjö af átta síðustu bæjarstjórum samankomnir á Goslokahátíð
bæjarstjórar_vm_tms
Eyjar.net/TMS

Sjö af átta síðustu bæjarstjórum Vestmannaeyja voru samankomnir á setningu Goslokahátíðar á föstudaginn.

Páll Zóphóníasson var bæjarstjóri árin 1976-1982. Þá tók Ólafur Elísson við og gegndi starfinu í fjögur ár. Því næst var það Arnaldur Bjarnason sem sat sem bæjarstjóri 1986-1990.

Þá tók Guðjón Hörleifsson við en hann var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í tólf ár. Ingi Sigurðsson tók við af Guðjóni árið 2002 og gegndi hann stöðunni til ársins 2003, og tók Bergur Elías Ágústsson við af Inga og var Bergur Elías bæjarstjóri í Eyjum til ársins 2006.

Árið 2006 settist Elliði Vignisson í stól bæjarstjóra Vestmannaeyja og sat hann þar í tólf ár, eða allt þar til Íris Róbertsdóttir tók við í fyrra, fyrst kvenna.

Sem kunnugt er heldur Vestmannaeyjabær uppá 100 ára afmæli sitt allt þetta ár og nær afmælishátíðin hámarki á Goslokahátíð.

Bæjarstjórar Vestmannaeyja frá upphafi:

Nafn Í embætti
Karl Einarsson (bæjarfógeti) 1919-1924
Kristinn Ólafsson (fyrsti kosni bæjarstjóri) 1924-1928
Jóhann Gunnar Ólafsson 1929-1938
Hinrik G. Jónsson 1938-1946
Ólafur A. Kristjánsson 1946-1954
Guðlaugur Gíslason 1954-1966
Magnús H. Magnússon 1966-1971
Gísli Gíslason 1972
Magnús H. Magnússon 1972-1975
Sigfinnur Sigurðsson 1975-1976
Páll Zóphóníasson 1976-1982
Ólafur Elísson 1982-1986
Arnaldur Bjarnason 1986-1990
Guðjón Hjörleifsson 1990-2002
Ingi Sigurðsson 2002-2003
Bergur Elías Ágústsson 2003-2006
Elliði Vignisson 2006-2018
Íris Róbertsdóttir 2018-

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.