Það var góð stemning í Íþróttamiðstöðinni þar sem boðið var uppá tónleika af stærri gerðinni síðastliðinn föstudag. Fyrri tónleikarnir voru fjölskyldutónleikar en þeir síðari fyrir 18 ára og eldri.
Tónleikarnir voru haldnir í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannabæjar. Óhætt er að segja að landslið tónlistarmanna hafi komið fram á tónleikunum og öll umgjörð var eins og best verður á kosið.
Á tónleikunum komu m.a fram strengjasveit skipuð félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Júníus Meyvant, Sverrir Bergman, Halldór Gunnar Pálsson, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, Hálft í hvoru, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja. Þá var valinn maður í hverju rúmi í hljómsveit hússins undir stjórn Jóns Ólafssonar.
Ljósmyndari Eyjar.net smellti nokkrum myndum á seinni tónleikunum, en þar var fullt hús.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst