Frelsið maður, frelsið!
28. júlí, 2019

Erfiðasta tilfinning sem ég hef nokkurn tíma upplifað er einmanaleikinn. Að vera umvafin fólki en treysta einhvernvegin engum nægilega mikið til að sjá hvernig ég raunverulega er. Þú veist, bakvið samfélagslegu samþykktu grímuna. Því ekki vil ég að neinn sjái hvernig ég er sífellt að tapa í fullkomnunarkeppni samfélagsins.

Við berum okkur saman við rotnaðar staðalímyndir, við markaðsetningu fjölmiðla á mikilvægi fegurðar & útlits og samkeppni samfélagsmiðla varðandi duglegheit, heppni & hamingju… og eigum ekki séns! Það er alltaf einhver sætari, flottari, duglegri, heppnari og hamingjusamari.

Af því að við höldum stundum að staða, útlit og hegðun okkar nánustu endurspegli álit annarra á okkur sjálfum, þá veljum við jafnan að vera í samvistum við þá sem láta okkur líta vel út. Til að vera gjaldgengur vinur, maki eða ættingi þarf maður alltaf að vera nógu eitthvað. Nógu fyndinn & skemmtilegur, nógu fallegur & flottur, nógu metnaðarfullur og ríkur og/eða nógu glaður & hamingusamur. Vandinn er bara sá að þegar maður keppist við að vera gjaldgengur þá þarf maður að passa að hleypa engum inn fyrir skelina því þar er öll óreiðan, allt vesenið & óöryggið og allur ófullkomnleikinn sem enginn vill vita af.

En af því að mig langar svo mikið að tilheyra einhverjum, að tilheyra einhversstaðar og vera gjaldgeng, þá geri ég þetta líka. Set upp grímuna og tek þátt í ruglinu – vitandi að það mun kosta mig heiðarleika, heilindi, nánd og einlægni.

Það hafa þó komið tímabil þar sem mér finnst einfaldara og auðveldara halda fólki bara í hæfilegri fjarlægð til að þurfa ekki stöðugt að vera réttlæta, útskýra og aðlaga mig að kröfum annarra. Mér finnst nefnilega auðveldara að eiga lítil samskipti við fólk heldur en að hafa þau yfirborðskennd – eða vera í samskiptum við fólk telur sig vita betur en ég hvað mér er fyrir bestu.

Ég hef verið í samskiptum við fólk sem gerði það af góðmennsku sinni að taka það að sér það verkefni að fullkomna mig. Setningin “…þú værir svo fullkomin/frábær/góð ef…” er sem eitur í bein fullkomnunarsinnans. Valið stendur þá á milli þess að láta undan þrýstingi einhvers sem vill móta mig eftir sínu höfði (af því að ég hef svo mikla þörf fyrir nánd) eða að spyrna á móti til að fá að vera ég sjálf (af því að ég hef líka svo mikla þörf fyrir frelsi). Það sem ég hef verið að læra er að ég þarf ekki endilega að velja milli nándar og frelsis. Ég get fengið bæði!

Það er fullkomnunaráráttan (mín eigin og annarra í minn garð) sem heftir frelsið mitt, gleðina og svo sannarlega góðu og næringarríku samskipti milli mín og annarra. Nándin þrífst nefnilega ekki á yfirborði fullkomnunarinnar. Hún liggur í dýptinni, í ófullkomleikanum. Nándin liggur í því að kynnast því hvernig manneskjan raunverulega er og frelsið í því að vera samþykktur fyrir það sem maður er. Ég veit ekki með þig en eitt mesta frelsi sem ég get ímyndað mér er að leyfa einhverjum að sjá óöryggið mitt, óreiðuna og óskynsemina og vita til þess að þeim þyki samt vænt um mig. Í mínum huga er það skilgreiningin á því að “vera nóg”.

Kröfur um óaðfinnanlegt og óhaggandi sjálfstraust, útlit og framkomu er krabbamein í samskiptum og má finna út um allt og allstaðar. Við viljum ekki þurfa að skammast okkar fyrir okkar nánustu, viljum ekki þurfa réttlæta hegðun þeirra, viljum ekki þurfa að hafa áhyggjur af þeim eða teljum þau einfaldlega bara geta gert svo miklu betur í lífinu. Þess vegna reynum við að betrumbæta þau, bara svona aðeins! En ef það virkar ekki, má alltaf nota fýlu. Við erum nefnilega snillingar í að skilyrða væntumþykju og velvilja. Ef fólk gerir ekki eins og við viljum, er einfaldast að draga úr samskiptum, gagnrýna, útiloka, hafna – af því einfaldlega að það virkar svo vel!

(En auðvitað gerum við þá sjálfsögðu kröfu að fólk taki okkur, virði okkur og elski okkur eins og við erum).

Ef við viljum dýpri og innilegri samskipti og meiri nánd og innileika þá þurfum við að breyta einhverju. Líklega mun fyrr frjósa í Helvíti heldur en að við sjáum aðra breyta samskiptamynstri sínu upp úr þurru. Til að eitthvað breytist, þurfum við því að verða breytingin sem við viljum sjá í heiminum.

Svo…

Í dag ætla ég að draga úr kröfum mínum á aðra og sjá það besta í þeim. Ég ætla að hafa í huga að hegðun annarra endurspeglar mig ekki á nokkurn hátt. Ég þarf því ekki að stjórna því hvað aðrir segja, gera eða hugsa. Ég get verið til staðar, ráðlagt eða leiðbeint ef til þess kemur en í dag ætla ég að muna að hegðun annarra er ekki á mína ábyrgð.

Í dag ætla ég því að njóta samvista við börnin mín, ættingja og vini og njóta þess sem þau eru en ekki hvernig þau ættu að vera – ef ég fengi að ráða!

Í dag ætla ég að leyfa mér að njóta þess að vera ófullkomin líka og hafa í huga að kröfur annarra til mín eru líklega kröfur sem þau gera sjálfs til síns – en geta í flestum tilfellum ekki staðið undir.

Í dag ætla ég að hafa í huga að skoðun annarra á mér er akkúrat bara það. Skoðun. Ekki staðreynd og ekki krafa sem ég verð að standa undir. Bara álit einhvers sem hann hefur rétt á að hafa. Og ég rétt á að hundsa.

Í dag ætla ég því að sætta mig við að ég get ekki gert öllum til hæfis, að ég mun sennilega valda einhverjum vonbrigðum ef ég ætla að fylgja eigin sannfæringu, hlú að mínum eigin þörfum og vera ég sjálf.

Í dag er ég frjáls til að njóta ❤️

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst