Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er boðið upp á röð ljósmyndasýninga Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu í Safnahúsi frá september til nóvember nk.
Um verður að ræða 60-90 mín. dagskrá þar sem 1-3 ljósmyndarar í senn sýna um 150-200 ljósmyndir sem rúlla á stóru sýningartjaldi. Í samstarfi við Tónlistarskóla Vestmannaeyja verður boðið upp á stutt tónlistaratriði.
Veitt verður aðstoð, ef þörf er á, við að setja myndirnar í sýningarhæft form. Áhugaljósmyndurum/bæjarbúum gefst hér tækifæri á því að taka þátt með því hafa samband við neðangreinda einstaklinga.
Við hvetjum sem flesta til að deila á þennan hátt sinni einstöku upplifun á hinu margbrotna viðfangsefni í tilefni af aldarafmælinu.
Fyrir hönd afmælisnefndar:
Kári Bjarnason: 892-9286, kari@vestmannaeyjar.is
Ómar Garðarsson: 695-2878, omar@vestmannaeyjar.is





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.