Tók sínar fyrstu myndir á Kodac Instamatic á fermingardaginn
11. september, 2019

Þeir eru ekki margir viðburðirnir í Vestmannaeyjum á síðustu árum og áratugum þar sem Óskar Pétur Friðriksson er ekki mættur með myndavélina. Þjóðhátíð, goslok, þrettándinn, hann lætur sig ekki vanta. 

Svo allar hinar uppákomurnar sem settar eru upp til að gleðja okkur hin eða eitthvað gerist sem telst fréttnæmt er, þá er Óskar Pétur aldrei langt undan. Hann tekur líka myndir af því sem er að gerast í daglega lífinu og því síbreytilega myndefni sem Eyjar bjóða upp á. Hann verður fyrstur í röð ljósmyndara til að sýna í Einarsstofu næstu 13 laugardaga.

Viðfangsefnið er 100 ára afmælisbarnið

Óskar Pétur hefur unnið fyrir stærstu blöð landsins og myndir hans hafa ratað í fjölmiðla um allan heim. Nú fá bæjarbúar tækifæri til að sjá hluta af myndum hans í Einarsstofu nk. laugardag kl. 13.00. Er hann fyrstur í röð ljósmyndara sem næstu 13 laugardaga sýna myndir sínar í Einarsstofu á þessum tíma. Óskar Pétur verður einn en oftast verða þrír ljósmyndarar sem sýna rúllandi ljósmyndir á sýningartjaldi.

Viðfangsefnið er 100 ára afmælisbarnið, Vestmannaeyjar og efnistökin verða eins ólík og hið margbrotna viðfangsefni. Þegar hafa um 40 einstaklingar skráð sig til þátttöku. Möguleiki er á því að bæta við örfáum ljósmyndurum. Boðið verður upp á tónlistaratriði á völdum dagskrám. Stefán Jónasson á hugmyndina að sýningunum sem eru í nafni Afmælisnefnd Vestmannaeyjabæjar. Hafa Stefán, Kári Bjarnason og Ómar Garðarsson unnið að undirbúningi.

Frægasta myndavél sögunnar með kassetum og kubb

„Ég byrjaði að taka myndir á fermingardaginn, 14. maí 1972. Fékk tvær myndavélar í fermingargjöf, hinar frægu Kodak Instamatic sem margir á mínum aldri muna eftir. Frægasta myndavél sögunnar með kassetum og kubb og myndavélar sem Stuðmenn gerðu ódauðlegar í myndinni Með allt á hreinu. Þetta voru minnir mig tólf mynda kassettur og gat tekið nokkra daga að taka myndir á eina kassettu,“ segir Óskar Pétur um þessa frumraun sína í ljósmyndun.

„Það var dálítið dýrt að vera ljósmyndari á þessum árum því það þurfti að framkalla filmurnar. Fór með þær í Fótó sem var á Þingvöllum sem eyðilegðist í gosinu. Það var svo haustið 1976 sem ég fæ fyrstu alvöru myndavélina, Olympus OM 1. Þá fór þetta að fara af stað. Ég var að vinna í Netagerðinni hjá Ingólfi Te og  hafði því efni á að fara með filmur í framköllun. Svo var maður sjálfur að framkalla svart-hvítar filmur og stækka myndir sem er alltaf gaman.“

Hefur bara myndað og myndað

Óskar Pétur var alltaf með myndavélina með sér  sama hvert farið var. „Maður fór út að labba eða út á sjó, alltaf var myndavélin með. Ég var að taka þetta saman um daginn og þá kom í ljós að ég tók 8000 myndir á filmu. Maður var byrjaður að búa og myndaði börnin sín en maður tók líka þátt í lífsins baráttu og þetta var dýrt,“ segir Óskar Pétur sem hélt samt áfram að mynda.

„Ég fæ fyrstu alvöru stafrænu myndavélina 2006. Hafði átt litlar vélar en þetta var Nikkon D 50 sem var keypt fyrir mig í Kanada. Fæ hana á sunnudagskvöldi. Fer heim í kaffitíma á mánudegi og tek myndavélina með mér til að sýna vinnufélögunum, þennan flotta grip. Þá er verið að hífa kirkjuklukkuna í Landakirkju. Júlíus Ingason var að mynda fyrir Eyjafréttir og Gísli Óskarsson fyrir Stöð 2. Ég stoppaði og myndaði og sendi á Jóhann Inga sem var með Vaktina. Þar með var ég kominn inn í þessa hringiðu og er enn. Hefur bara myndað og myndað.“

Aldrei dottið ofan í skítuga drullupollinn

Óskar Pétur hefur myndað fyrir Eyjafréttir, Vaktina, Morgunblaðið og Fréttablaðið. „Líka Fiskifréttir, Ægi og svo má segja að myndir frá mér hafi farið um allt. Í blöð erlendis og meira að segja í Ástralíu. Þar fékk maður mynd frá mér sem hann setti í bók sem hann var að gefa út. Ég á þá mynd að hvolfi þar niður frá,“ segir Óskar Pétur og hlær.

Leggurðu áherslu á eitt fremur öðru þegar þú ert að mynda? „Kannski er ég alltaf á vitlausum stað en ég hef aldrei dottið ofan í skítuga drullupollinn. Auðvitað hafa komið upp neikvæðir hlutir, brunar og slys en það er alltaf miklu skemmtilegra að mynda það jákvæða en maður fær ekki öllu ráðið. “

Lærði af Sigurgeiri 

Þegar minnst er á að hann og Sigurgeir Jónasson séu þeir einu sem sýna einir og sér segist Óskar Pétur bera hlýjan hug til Sigurgeirs.  „Hann var sá sem kenndi mér að mynda eftir að ég fékk fyrstu alvöru myndavélina. Höfnin, skipin og sjómennirnir okkar er viðfangsefnið á sýningunni á laugardaginn. Myndir frá ýmsum tímum og þar má sjá margan manninn, skip og það sem er að gerast við höfnina. Þar er lífæð Eyjanna og án hennar væri ér ekkert um að vera,ׅ“ segir Óskar Pétur sem þekkir vel til hafnarinnar og þess sem þar er að gerast sem sjómaður og netagerðarmaður.

„Ég vann svo við smíðar í meira ein 20 ár og kom sjaldnast upp fyrir Strandveg. Það liggur því beinast við að sýna myndir frá höfninni,“ segir Óskar Pétur sem hlakkar til laugardagsins. „Ég hlakka til og vonast til að sjá sem flesta í Einarsstofu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst