Jóna Heiða og Friðrik Björgvins sýna á laugardaginn

Nú er komið að sjöundu sýningunni í röðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt og þá geysast þau Jóna Heiða Sigurlásdóttir og Friðrik Björgvinsson fram og sýna okkur lítið brot af þeim myndum sem þau hafa tekið í gegnum árin.  

Eins og áður byrjar sýningin kl.13.  í Einarsstofu og stendur í einn til einn og hálfan tíma.

Pétur Steingrímsson og Guðmundur Gíslason leyfðu gestum að kíkja í ljósmyndasafnið sitt í Einarsstofu á laugardaginn. Tónninn var sá sami, Vestmannaeyjar en sitt hvort stefið að nokkru leyti. Þó áttu þeir eitt sameiginlegt, fólk var áberandi í myndum beggja og var gaman að fá að kíkja í níræðisafmæli tengdapabba Guðmundar þar sem margt merkisfólk var samankomið. Það var ekki síður gaman að ferðast upp um fjöll og firnindi, mest Heimaklett og í úteyjar með Pétri.

Myndir Jónu Heiðu eru hluti af listsköpun hennar en Friðrik er meira í daglega lífinu og sýnir okkur myndir sem hann hefur tekið á sjó og á landi með áherslu á fólkið sem hann hefur mætt í gegnum ævina.

Nú er sýningarröðIn, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt rétt hálfnuð og voru viðbrögð mun betri en reiknað var með í upphafi. Eins og staðan er  núna verða þetta 13 laugardagar í röð sem sýnt verður. Aðsókn hefur verið góður og gestir ánægðir enda góð tilbreyting að kíkja við í Einarsstofu í stutta stund á laugardegi.

Eins og  fyrr segir  byrjar sýningin klukkan 13.00 á laugardaginn í Einarsstofu og stendur í einn til einn og hálfan tíma.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.