Jóna Heiða og Friðrik Björgvins sýna á laugardaginn
25. október, 2019

Nú er komið að sjöundu sýningunni í röðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt og þá geysast þau Jóna Heiða Sigurlásdóttir og Friðrik Björgvinsson fram og sýna okkur lítið brot af þeim myndum sem þau hafa tekið í gegnum árin.  

Eins og áður byrjar sýningin kl.13.  í Einarsstofu og stendur í einn til einn og hálfan tíma.

Pétur Steingrímsson og Guðmundur Gíslason leyfðu gestum að kíkja í ljósmyndasafnið sitt í Einarsstofu á laugardaginn. Tónninn var sá sami, Vestmannaeyjar en sitt hvort stefið að nokkru leyti. Þó áttu þeir eitt sameiginlegt, fólk var áberandi í myndum beggja og var gaman að fá að kíkja í níræðisafmæli tengdapabba Guðmundar þar sem margt merkisfólk var samankomið. Það var ekki síður gaman að ferðast upp um fjöll og firnindi, mest Heimaklett og í úteyjar með Pétri.

Myndir Jónu Heiðu eru hluti af listsköpun hennar en Friðrik er meira í daglega lífinu og sýnir okkur myndir sem hann hefur tekið á sjó og á landi með áherslu á fólkið sem hann hefur mætt í gegnum ævina.

Nú er sýningarröðIn, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt rétt hálfnuð og voru viðbrögð mun betri en reiknað var með í upphafi. Eins og staðan er  núna verða þetta 13 laugardagar í röð sem sýnt verður. Aðsókn hefur verið góður og gestir ánægðir enda góð tilbreyting að kíkja við í Einarsstofu í stutta stund á laugardegi.

Eins og  fyrr segir  byrjar sýningin klukkan 13.00 á laugardaginn í Einarsstofu og stendur í einn til einn og hálfan tíma.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.