Bræðurnir Egill og Heiðar sýna í Einarsstofu

Nú er komið að elleftu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Það eru bræðurnir Heiðar og Egill Egilssynir sem sýna í Einarsstofu og nú verða þær á gamla tímanum, klukkan 13.00 á laugardaginn. 

Þeir bræður byrjuðu ungir að taka myndir og lögðust í siglingar um flest heimsins höf ungir að árum. Það verður því víða komið við á sýningum þeirra. Egill er duglegur að setja myndir inn á Fésbókina, myndir sem hann tekur á morgunrúntinum. Eru þær gluggi út í Eyja fyrir brottflutta og Eyjafólk á þvælingi um höf og lönd.

Heiðar hefur látið minna fara fyrir sér en er athyglisverður ljósmyndari sem gaman verður að sjá á laugardaginn í Einarsstofu. Áhugann á ljósmyndun kveikti stóri bróðir þeirra, Kristján sem ætlar að láta ljós sitt skína í Djúpinu við Náttúrugripasafnið við Heiðarveg á næstu Goslokum.

Það verður gaman að sjá það sem þeir bræður hafa fram að færa á laugardaginn. Góð aðsókn hefur verið að sýningunum sem þykja góð andleg hressing nú þegar skammdegið hellist yfir. Líka tækifæri til að láta sjá sig og sjá aðra. 

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.