Bræður mætast í Einarsstofu
21. nóvember, 2019

Það var létt yfir fólki sem mætti í Einarsstofu á föstudaginn var, þar sem Jói Myndó, Bói Pálma og Halldór Sveins sýndu myndir sínar. Ólíkar sýningar en allar athyglisverðar og skemmtilegar. 

Í fótspor þeirra feta engir aukvisar þar sem eru bræðurnir Heiðar og Egill Egilssynir sem hafa myndað frá barnæsku og eru enn að. Þetta verður 11. sýningin í röðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt og er hún á gamla tímanum, klukkan 13.00 á laugardaginn.

“Kiddi gaf mér mína fyrstu myndavél”

Heiðar leit þennan heim í fyrsta skipti þann 1. janúar 1955. „Þá fæddumst við, ég og Hrönn systir heima á Heiðarvegi 42. Það var ekkert verið að fara upp á spítala til að fæða þó börnin væru fleiri en eitt,“ segir Heiðar. „Það var mikið líf og fjör á þessum árum og krakkar í öllum húsum. Já, virkilega gaman að alast upp í Vestmannaeyjum.“

Hann byrjaði snemma að taka myndir og áhugann þakkar hann Kristjáni bróður sínum.. „Kiddi gaf mér mína fyrstu myndavél 1964. Það var árið sem ég var níu ára og á ég nokkrar myndir frá þeim tíma. Þá voru þetta filmuvélar og það var ekki verið að láta framkalla strax enda dýrt. Ég á til dæmis vetrarmynd sem merkt er júlí 1965.“

Kodak Instamatic vélarnar með flasskubbunum sem Stuðmenn gerðu ódauðlegar

Heiðar minnist þess að hafa verið í ljósmyndaklúbbi sem þá var starfandi. „Ég var í klúbbnum með Hlyn Ólafssyni, Ragga Sjonna og fleirum. Þetta var öflugur hópur. Við vorum með aðstöðu í Arnardrangi þar sem var myrkraherbergi með öllum græjum, stækkara og öðru sem þurfti.“

Myndavélakosturinn var fyrst Nikon, svo komu Kodak Instamatic vélarnar með flasskubbunum sem Stuðmenn gerðu ódauðlegar í myndinni með Allt á hreinu. „Ég myndaði mest landslag og hef gert í gegnum tíðina. Það hafa verið hæðir og lægðir í þessu hjá mér. Tek mikið í þrjá mánuði og svo ekkert næstu tvo. Kaflaskipt og hefur alltaf verið svoleiðis. Ég keypti svo stafræna vél árið 2000 og er núna með Canon 5D. Nota mikið breiðlinsu fyrir landslagið.“

Vissi aldrei hvert yrði farið næst

Heiðar fetaði í fótspor bræðra sinna, Kristjáns og Egils þegar hann lagðist í siglingar. „Ég var á norsku leiguskipi þannig að við vorum aldrei í fastri áætlun. Maður vissi aldrei hvert yrði farið næst en við komum til landa eins Suður Afríku, Japans, Nýja Sjálands og Venúsela í Suður Ameríku og víðar. Þetta var á árunum 1977 til 1978.“

Heiðar tók eitthvað af myndum þegar hann var í siglingum en segir að þær hafi mátt vera fleiri. „Ég ætla að sýna myndir alveg frá því ég byrjaði að taka myndir og fram á þennan dag. Þetta eru orðnar margar myndir hjá mér eftir öll þessi ár en ég hef valið það sem mér finnst skemmtilegast og ég vona að fólk sem mæti í Einarsstofu klukkan 13.00 á laugardaginn eigi eftir að njóta,“ sagði Heiðar að lokum.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst