Um helgina má segja að sé lokadagur Safnahelgar sem hófst þann 9. nóvember sl. og átti að ná yfir tvær helgar en stundum eru náttúruöflin að stríða okkur Eyjafólki.
Ekki alltaf byr þegar von er á gestum eða að við ætlum að bregða undir okkur betri fætinum. Sú var einmitt reyndin laugardaginn 9. nóvember þegar við áttum von á góðum gestum af fastalandinu. Það gerði snarvitlaust veður og fólkið komst hvorki lönd né strönd.
Þau tóku strax vel í að fresta för og ætla að mæta á sunnudaginn. Það eru þau Bjarni Harðarson, rithöfundur og bókaútgefandi, Guðjón Ragnar Jónasson rithöfundur og Guðrún Bergmann sem ætlar að fræða konur og kannski karla líka um leiðir til bættrar heilsu.
Allt hefst þetta kl: 12.00 á sunnudaginn í Einarsstofu, Safnahúsi með súpu boði Söguseturs 1627. Á eftir, kl: 12:30 í Einarsstofu skrifar Bjarni Harðarson undir samning við Sögusetur 1627 um útgáfu á Reisubók sr. Ólafs Egilssonar. Eyjasundsbikarinn.
Að því loknu, kl. 13.00 kynnir Bjarni nýjar bækur nýjar bækur hjá Sæmundarútgáfunni og hann og Guðjón Ragnar Jónasson lesa úr nýjum bókum sínum.
Það verður svo kl. 14:30 á sama stað sem Guðrún Bergmann fjallar um nokkrar einfaldar leiðir til að bæta heilsuna og kynnir nýjustu bók sína BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.